Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2021

Rukkaði búfjárgjald án lagaheimildar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Akureyrarbær mun endurgreiða þeim sem haldið hafa skepnur í bæjarfélaginu undanfarin fjögur ár og greitt af þeim búfjárgjald. Bæjarráð ákvað fyrir skemmstu að endurgreiða búfjárgjöld sem rukkuð hafa verið inn undanfarin fjögur ár.

Búfjárgjald er lagt á þá sem eru með skepnur, hross eða kindur svo dæmi sé tekið. Lög um búfjárhald tóku breytingum árið 2013, m.a. á þann veg að tekin var upp rafræn skráning og hún fluttist yfir til Matvælastofnunar, MAST. Gjaldið er einmitt m.a. hugsað til að standa straum af kostnaði við skráningu.

Nú hefur komið í ljós að Akureyrar­bær hefur rukkað búfjár­gjaldið án lagaheimildar og því samþykktu allir fulltrúar bæjarráðs að greiða þeim til baka sem borgað hafa gjaldið síðastliðin fjögur ár. Þann tíma hefur gjaldið verið 3.200 krónur og er um að ræða eitt gjald á hvern þann sem heldur skepnur, sama hversu margar þær eru. Gjaldendur þetta tímabili eru á bilinu 170 til 190 þannig að heildarendurgreiðsla til þeirra nemur ríflega 2 milljónum króna.

Skylt efni: búfjárgjald

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...