Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heiði 1 og 2 á Langanesi.
Heiði 1 og 2 á Langanesi.
Fréttir 26. júní 2014

Rannsóknir og skráning á eyðibýlum

Í sveitum landsins er fjöldi eyðibýla og yfirgefinna íbúðarhúsa sem mörg hver eru vel byggð og geyma merka sögu. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægra húsa, m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Þegar verkefninu lýkur liggur fyrir verðmætur þekkingargrunnur um búsetu og líf Íslendinga fyrr á tímum.

Fyrstu skref verkefnisins voru tekin sumarið 2011 þegar rannsókn fór fram á eyðibýlum og yfirgefnum húsum á Suðurlandi. Afraksturinn var heildstætt yfirlit um 103 yfirgefin hús sem kom út í veglegu riti, Eyðibýli á Íslandi, bindi eitt. Sumarið 2012 náði rannsóknin yfir tvo landshluta, Norðurland eystra og Vesturland. Þá voru skráð 236 hús og gefin út tvö bindi af ritinu. Sumarið 2013 náði rannsóknin yfir Vestfirði og Norðurland vestra og voru þá skráð 216 hús og einnig gefin út tvö bindi. Hefur rannsóknin því alls náð til 555 húsa og gefin hafa verið út fimm bindi. Sumarið 2014 mun rannsóknin ná yfir Austurland annars vegar og Suðvesturland hins vegar. Þá munu níu háskólanemar úr arkitektúr, þjóðfræði, ferðamálafræði og fornleifafræði vinna við rannsóknina með stuðningi Nýsköpunarsjóðs námsmanna, Húsafriðunarsjóðs og fleiri aðila. 

Fyrstu vettvangsferðir sumarsins hefjast í sveitar­félögunum Vopnafjarðarhreppi og Djúpavogshreppi 10. júní nk. Vettvangsferðir á Suðvesturlandi munu hefjast 7. júlí næstkomandi.

Hugtakið eyðibýli er hér notað í nokkuð þröngum skilningi. Rannsókn nær til yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins sem ekki hafa verið tekin til annarra nota. Þau skilyrði eru gefin að húsið hafi a.m.k. fjóra uppistandandi útveggi. Húsin þurfa ekki endilega að standa á eyðijörð heldur geta þau staðið á jörð í búnytjum. Eyðibýli geta haft mikla þýðingu af ýmsum ástæðum. Þau geta verið merkar menningarminjar og mikilvægar heimildir um byggðasögu. Aldur húsanna, húsagerð eða byggingarlag þeirra getur verið sérstakt en einnig er sérstaða húsanna í búsetulandslagi sveitanna oft mikil.

Markmið verkefnisins er að meta menningarlegt vægi einstakra húsa og varðveita þannig valin yfirgefin hús á Íslandi. Í framhaldinu að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að eyðibýli og yfirgefin hús í sveitum landsins verði gerð upp af eigendum þeirra og/eða stofnað félag um rekstur og útleigu þeirra í ferðaþjónustu. Verkefnið var, veturinn 2012, tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, Menningarverðlauna DV og Hvatningarverðlauna iðnaðarráðherra.

Rannsóknum sumarsins lýkur með kynningu á verkefninu og bókaútgáfu á haustmánuðum. Með tíð og tíma mun ritröðin Eyðibýli á Íslandi ná yfir öll yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins.

Rannsóknarhópur sumarsins er fullur tilhlökkunar fyrir komandi könnunarleiðöngrum og sendir landsmönnum fyrir fram sínar bestu kveðjur. Hægt er að fylgjast með framgangi verkefnisins á Facebook: www.facebook.com/Eydibyli.

Einnig má hafa samband við rannsakendur í gegnum netfangið eydibyli@eydibyli.is.

4 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...