Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla
Fréttir 4. maí 2018

Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla

Höfundur: Vilmundur hansen

Matvælastofnun vekur athygli á að skv. reglum um velferð gæludýra er óheimilt að vængstýfa skrautfugla nema í sérstökum undantekningartilvikum. Með vængstýfingu er átt við klippingu á vængfjöðrum þannig að fuglinn verði ófleygur.


Í 30. gr. reglugerðar um velferð gæludýra segir: „Búrfuglum skal almennt gefinn kostur á að fljúga. Aðeins má vængstýfa þá fugla sem ekki er hægt að halda öðruvísi og þá aðeins af aðila sem hefur reynslu og þekkingu á slíku, að mati Matvælastofnunar. Aðra fugla má þó vængstýfa tímabundið ef þörf er á í upphafi þjálfunar og tamningar. Vernda skal vængstýfða fugla fyrir óvinveittum dýrum.“

Þetta ákvæði byggir á markmiði laga um velferð dýra um að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Því er ætlað að stöðva þróun í átt að almennri vængstýfingu skrautfugla sem haldnir eru sem gæludýr. Ljóst er að enn eru stundaðar vængstýfingar sem brjóta í bága við þessar reglur.

Rétt er að minna á að Matvælastofnun hefur heimild til beitingar stjórnvaldssekta vegna brota á lögum um velferð dýra.

Skylt efni: Mast | skrautfuglar

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...