Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. /Mynd HKr.
Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands. /Mynd HKr.
Fréttir 5. mars 2020

Nýr formaður vill fá alla bændur á Íslandi í Bændasamtökin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, nýkjörinn formaður Bændasamtaka Íslands, segist telja nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að þeir fái sem flesta að borðinu og þannig breið­ustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Hann segir að ekki hafi staðið til hjá sér að sækjast eftir formennsku í samtökunum en að hann hafi samþykkt það eftir að hafa fengið fjölda áskorana.

„Ég tel nauðsynlegt að bændur á Íslandi sameinist um að vera í einu sterku hagsmunafélagi bænda, sem eru Bændasamtök Íslands, þannig að við fáum sem flesta að borðinu og þannig breiðustu sýnina á hverjir hagsmunir bænda eru.

Gunnar segist telja að land­búnaður almennt eigi mörg sóknarfæri á Íslandi, hvort sem það er í kjöti, grænmetisframleiðslu eða skógrækt.

„Ég tel einnig nauðsynlegt að við stokkum upp félagskerfi bænda. Í dag minnir mig að það séu 150 félög aðilar að Bændasamtökunum og því nauðsynlegt að straumlínulaga félagskerfið og gera bændur beint aðila að samtökunum en ekki í gegnum hliðarfélög.

Bændur verða að standa vörð um hagsmuni sína og eru Bændasamtökin besti kosturinn til þess. Eins og fram hefur komið er fjárhagslegur rekstur samtakanna erfiður um þessar mundir og til að laga það þurfum við að breyta félagsgjaldakerfinu þannig að það verði veltutengt.

Það er dýrt að standa vörð um hagsmunagæslu bænda og til að slíkt sé gerlegt verður að standa straum af því og næsta verkefni að sannfæra menn um að það sé betra að vera í Bændasamtökunum en standa utan þeirra.

Ég tel einnig að við þurfum að hafa breiða skírskotun til bænda innan stjórnar Bændasamtakanna og að þar sitji fulltrúar úr öllum geirum landbúnaðarins. Við þurfum einnig að horfa til nútímans og þeirra breytinga sem eiga sér stað í landbúnaði og neyslu á landbúnaðarvörum. Helst eigum við að framleiða allar landbúnaðarvörur sem við getum á Íslandi og vera þannig sjálfbær.“

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...