Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu
Fréttir 7. október 2015

Ný reglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu

Höfundur: Matvælastofnun
Matvælastofnun hefur sent sauðfjárbændum bréf til að vekja athygli á að þann 18. júní 2015 tók gildi ný reglugerð nr. 536/2015 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. 
 
Með útgáfu reglugerðarinnar voru gerðar talsverðar breytingar á ákvæðum fyrri reglugerðar sem lúta að efnislegum kröfum landbótaáætlana. Breyting á ofangreindum ákvæðum reglugerðar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu hefur áhrif á þær landbótaáætlanir sem unnar höfðu verið á grundvelli fyrri reglugerðar og ekki töldust uppfylla ákvæði um ástandsflokkun lands samkvæmt umsögn Landgræðslu ríkisins.
 
Helstu breytingar sem nýja reglugerðin felur í sér: 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Matvælastofnun veitt heimild til þess að staðfesta landbótaáætlanir þótt viðmið um ástand lands náist ekki í lok gildistíma, að uppfylltu skilyrði um að dregið sé úr beitarálagi. 
 
Ef við gerð landbótaáætlunar er ljóst að viðmið um ástand lands næst ekki á gildistíma áætlunar skulu ítarlegar upplýsingar um með hvaða hætti verði dregið úr beitarálagi fylgja viðkomandi landbótaáætlun, svo sem, með fækkun fjár, aðgangi að öðru beitarlandi og styttri beitartíma og hvernig komið er í veg fyrir beit á landi í ástandsflokki 5. 
 
Þær landbótaáætlanir sem gerðar voru samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 10/2008 um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu skulu uppfærðar í samræmi við efni reglugerðar þessarar. Núgildandi landbótaáætlanir halda gildi sínu til 1. mars 2016. 
 
Vinnu við gerð og uppfærslu landbóta­áætlana í samræmi við kröfur reglugerðarinnar skal lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Með breytingu reglugerðarinnar er Landgræðslunni veitt heimild til þess að aðstoða framleiðendur við gerð landbótaáætlana og áritar Landgræðslan þær landbótaáætlanir sem unnar eru í samstarfi við stofnunina. Aðrar landbóta­áætlanir mun Matvælastofnun senda til umsagnar til Landgræðslu ríkisins. 
 
Í stuttu máli þýða breytingarnar að uppfæra þarf landbótaáætlanir þannig að þær falli að þeim kröfum sem gerðar eru með nýrri reglugerð og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir 1. mars 2016. 
 
Matvælastofnun vill hvetja framleiðendur til að nýta sér þann möguleika að leita til Landgræðslu ríkisins við gerð landbótaáætlana. 
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f