Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Við mælingar á áhrifum hlýnunar á óraskað vistkerfi nálægt Landmannahelli þar sem nýr tækjabúnaður verður notaður.
Mynd / Alejandro Salazar Villega
Fréttir 9. mars 2022

Ný búveðurstöð og gasgreinir

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Landbúnaðarháskóli Íslands fékk nýlega styrki til kaups á búveðurstöð og gasgreini. Tækin munu efla rannsóknir skólans á sviði jarðræktar og umhverfisvísinda.
Rannís úthlutaði samtals 537 milljónum króna úr Innviðasjóði í lok janúar, þar af tæpum 48 milljónum til tækjakaupa. Tveir styrkir komu í hlut Landbúnaðarháskóla Íslands.

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ í samstarfi við Veðurstofu Íslands og Hvanneyrarbúið hlaut styrk til uppsetningar á nýrri sjálfvirkri veðurstöð á Hvanneyri. Mun hún auka hagnýtingu rannsóknarmöguleika skólans auk þess að bæta veðurspár á Vesturlandi sem og vöktun veðurs og loftslagsbreytinga á Íslandi.

„Veðurstöðin mun bæta rannsóknir í jarðrækt umtalsvert, ekki aðeins með betri spám heldur með fjölþættari vöktun veðurs. Þar má til dæmis nefna áhrif hinna ýmsu veðurþátta á vetrarlifun fjölærra nytjajurta eða þroskaferil einærra tegunda,“ segir Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá LbhÍ. Heildarkostnaður við veðurstöðina er áætlaður rúmar átta milljónir og verður komin í gagnið á þessu ári.

Mæla áhrif hlýnunar

Þá fékkst styrkur til kaupa á sérhæfðum færanlegum gasgreini til mælinga á metani. Tækið, sem heitir LI-7810 CH4/ CO2/H2O Trace Gas Analyzer, mun nýtast vel við ýmsar langtímarannsóknir sem nú þegar eru í gangi við skólann, eins og áhrif hlýnunar jarðvegs á hálendi Íslands sem og í votlendisrannsóknum.

Að sögn Alejandro Salazar Villegas, lektors hjá skólanum, mun tækið gera rannsakendum kleift að framkvæma fullkomnari kolefnisflæðismælingar víðs vegar um Ísland, meðal annars langtímaáhrif hlýnunar á mismun­andi tegundir óraskaðra vistkerfa.

Kostnaður við kaup á tækinu nemur tæpum 7 milljónum og vonast Alejandro til að hægt verði að fá tækið til landsins fyrir sumarið.

Stuðlar að betri skilningi á losun frá landbúnaði

„Kaup á þessu mælitæki er liður í eflingu náttúru- og umhverfisrannsókna við Landbúnaðarháskólann þar sem meðal annars eru skoðuð áhrif landnýtingar og búfjárhalds á loftslagið.

Í því sambandi má nefna að samstarfsverkefni við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kom nýlega að eflingu rannsókna á iðragerjun og losun gróðurhúsalofttegunda búfjár og verið er að koma upp öðrum skyldum mælitækjum sem eru sérhönnuð fyrir mælingar á gróðurhúsalofttegundum innahúss í því sambandi.

Efling á þessum sviðum mun því veita okkur betri skilning á raunverulegri losun gróðurhúsalofttegunda vegna landnýtingar og búfjárhalds á Íslandi og stuðla að því að landbúnaðurinn leiki lykilhlutverk þegar kemur að skulbindingum Íslands um að landið verði kolefnishlutlaust árið 2040,“ segir í tilkynningu frá Landbúnaðarháskólanum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...