Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Næstmesta kalið á þessari öld
Fréttir 12. júlí 2016

Næstmesta kalið á þessari öld

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er enn ekki búið að taka saman hvert heildarumfang kals er, það verður ekki að fullu ljóst fyrr en í haust að lokinni hey­öflun. Þá ætti að liggja fyrir hvert uppskeru tap verður vegna kals,“ segir Sigurgeir B. Hreinsson, formaður stjórnar Bjargráðasjóðs og framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar.

Sigurgeir segir að kal nú í vor sé þó með meira móti, það næstmesta á þessari öld, næst á eftir kalárinu mikla árið 2013. Bændur sem telja sig eiga rétt á bótum úr Bjargráðasjóði munu senda inn umsóknir næsta haust, í tengslum við skil á forðagæsluskýrslum, en þeim ber að skila inn í síðasta lagi 20. nóvember. 

Forðagæsluskýrslur munu liggja til grundvallar á mati á tjóni, en við tökum mið af uppskeru liðinna ára og metum hvert uppskerutapið er miðað við það,“ segir Sigurgeir.

Hann segir menn víða komna vel áleiðis í heyskap en í öllum landshlutum nema á Vesturlandi setja þurrkar mikið strik í reikninginn. „Það hefur rignt afskaplega lítið og jafnvel ekki neitt sums staðar, þannig að það er alls ekki til bóta.  Uppskera er af öllum toga, bændur segja mér sumir að hún sé alveg hörmung og upp í það að vera þokkaleg,“ segir Sigurgeir.

Skylt efni: Kal

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...