Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Mikið kal er í túnum á Jökuldal.
Fréttir 9. júlí 2014

Mikið kal á Jökuldal

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Mikið kal er í túnum á Jökuldal og er það sums staðar allt upp í 60 prósent. Bændur þar hafa þurft að endurrækta tugi hektara túna vegna þess.

Búnaðarsamband Austurlands samdi við Þórarin Lárusson ráðunaut um að meta kaltjónið. „Ég tók út tjón á þremur bæjum og það hafa myndast þar einhverjar þær veðurfarsaðstæður sem gerðu að verkum að það hefur safnast svell á flest túnin. Þau eru illa kalin, frá 50 og upp í 60 prósenta kal. Þetta er afgerandi á þessum þremur bæjum en það er kal víðar en þar. Þetta eru bæirnir Merki, Hákonarstaðir og Klaustursel, þar er einna mest kal.“

Túnin sem um ræðir eru flest í um 250 metra hæð yfir sjávarmáli og má segja að þar hafi myndast einhvers konar kalpottur. Bændur hafa þegar endurræktað talsverðan hluta þeirra túna sem kól. Á Klausturseli er til að mynda þegar búið að endurrækta 20 hektara túna sem kól. „Á 600 kinda búi er það ansi mikið,“ segir Aðalsteinn Jónsson, bóndi í Klausturseli. Tíð hefur verið með eindæmum góð á Austurlandi í vor og það sem af er sumri. Mun það hjálpa til við uppskeru en ljóst er að mikill kostnaður hefur hlotist af kalskemmdunum.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...