Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands
Mynd / Bbl
Fréttir 23. apríl 2021

Landssamtök sauðfjárbænda sameinast Bændasamtökum Íslands

Höfundur: smh

Á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), sem haldinn var með fjarfundarfyrirkomulagi 19. – 20. apríl, var samþykkt að sameinast Bændasamtökum Íslands og tekur sameiningin gildi 1. júlí næstkomandi. Var tillaga um sameiningu samþykkt með 37 atkvæðum gegn tveimur mótatkvæðum. Tveir fulltrúar sátu hjá. LS verður þó ekki slitið.

Á vef LS er markmið sameiningarinnar sagt vera að ná fram aukinni skilvirkni og eflingu hagsmunagæslu fyrir íslenskan landbúnað.  Sjóðir og eignir LS munu áfram verða í eigu samtakanna en öll starfsemi færist undir búgreinadeild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands.

Á fundinum var boðað til framhaldsaðalfundar með dagskrá þegar samkomutakmarkanir leyfa slíkt. Þar er ætlunin að ganga frá breytingum á samþykktum vegna fyrirhugaðra breytinga og ljúka almennum aðalfundastörfum.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...