Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landsmót hestamanna 2014 er hafið
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 30. júní 2014

Landsmót hestamanna 2014 er hafið

Landsmót hestamanna 2014 er hafið, en vegna mikils fjölda kynbótahrossa var dagskránni breytt og hófst því í gær en ekki í dag mánudag eins og til stóð. 

Stór hluti dagskrárinnar verður sendur út beint í Ríkissjónvarpinu, auk þess sem valdið liðir verða endursýndir. Þá verður hægt að hlusta á þuli beggja valla mótsins í Útvarpi Landsmótsins. FM-tíðnin á aðalvellinum er 94,7 og á kynbótarvelli 103, 7.

Hægt verður einnig að fylgjast með útsendingum í gegnum vefinn líka, á www.ruv.is/ruv og www.ruv.is/ithrottaras.
Einnig mun RÚV verða með innslög frá mótinu í íþróttafréttum á meðan á mótinu stendur, auk þess sem unninn verður sérstakur þáttur um Landsmót til sýningar síðar á árinu.

Umsjónarmenn með umfjöllun RÚV eru þau Hulda G. Geirsdóttir sem mun sjá um beinar lýsingar og dagskrárgerð og Óskar Nikulásson sem stýrir útsendingum.

Tíðindamaður Bændablaðsins var á Gaddstaðaflötum í gær og tók myndir í upphafi móts. Hér að neðan er að finna myndasafn frá fyrsta degi.

Nýju dagskrána má nálgast hér.

Eftirtaldir liðir verða sendir út hjá RÚV:

Fim. 3. júlí
17:30 Forkeppni í tölti RÚV2 B
20:30 Setningarhátíð RÚV2 B

Fös. 4. júlí
17:40 B-úrslit, A flokkur RÚV2 B
19:45 Ræktunarbú RÚV2 B
21:45 B-úrslit, tölt RÚV2 B

Lau. 5. júlí
12:40 B-úrslit, A flokkur RÚV1 E
13:10 B-úrslit, tölt RÚV1 E
13:00 A-úrslit, börn RÚV2 B
16:30 A-úrslit, ungmenni RÚV2 B
19:00 Ræktunarbú – úrslit RÚV2 B
20:00 A-úrslit, tölt RÚV2 B
21:05 A-úrslit, A flokkur RÚV2 B

Sun. 6. júlí
10:30 A-úrslit, unglingar RÚV2 B
12:00 100m skeið RÚV1 B
12:45 A-úrslit, tölt RÚV1 E
13:25 A-úrslit, A flokkur RÚV1E
14:15 A-úrslit, B flokkur RÚV1 B

(RÚV1 er aðalrás. RÚV2 er íþróttarás.
B = beint. E = endurtekið.)
 

10 myndir:

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...