Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.  Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Greyndist rangt. Um var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi. Mynd / Karl Gunnarsson / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 10. febrúar 2020

Klóblaðka er nýuppgötvaður rauðþörungur við Ísland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega uppgötvuðu starfsmenn Hafrannsóknastofnunar, ásamt vísindamönnum við Náttúru­gripasafnið í Lundúnum, áður óþekkta tegund rauðþörunga hér við land. Þörungurinn, sem hefur hlotið nafnið klóblaðka, er blaðlaga, getur orðið 30 til 40 sentímetra langur og 10 til 25 sentímetra breiður.

Í frétt á heimasíðu Hafrannsókna­stofnunar segir að þörungurinn sé áberandi í fjörum, sérstaklega við Suðvesturland, en finnst einnig víða við vesturströndina, við Vestfirði og hefur fundist á einum stað við Norðurland. Þörungurinn fannst fyrst við Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesi, um aldamótin 1900.

Þörungurinn var þá talinn tilheyra áður þekktri tegund. Það reyndist síðar rangt. Í ljós kom að hér var um að ræða algerlega óþekkta tegund sem á sína nánustu ættingja í Kyrrahafi.

Tegundin hefur hlotið nafnið Schizymenia jonssonii á latínu til minningar um Sigurð Jónsson þörungafræðing og á íslensku er hún nefnd klóblaðka.

Karl Gunnarsson, þörungasérfræðingur Hafrannsókna­stofn­unar, segir að nú sé verið að skrásetja alla þörunga sem vaxa við Ísland og að við nánari skoðun á þessum þörungi hafi komið í ljós að um nýja tegund sé að ræða, eða öllu heldur tegund sem áður hafði verið rangt greind. Hann segir að við skráninguna hafi fundist tvær aðrar tegundir sem ekki hafi verið greindar hér við land áður. „Þær eru reyndar smáar og lifa inni í öðrum þörungum og þarf því ekki að koma á óvart að þær hafi ekki verið greindar áður.“

Fundurinn kemur á óvart

Norður-Atlantshafið er sennilega best þekkta svæði í heiminum hvað varðar grunnsævislífverur vegna langrar og samfelldrar sögu rannsókna á þörungum og dýrum á grunnsævi í Norður-Evrópu. Það kemur því verulega á óvart að svo stór og áberandi tegund sem klóblaðkan er skyldi hafa farið fram hjá rannsakendum og ekki uppgötvast um hvaða tegund var að ræða fyrr en nú.

Góður matþörungur

Erfðagreining leiddi í ljós að þörungurinn getur vaxið ýmist sem skorpa eða verið blaðlaga og er líklega um að ræða mismunandi ættliði í æxlunarferli tegundarinnar.

Þess má geta að klóblaðka er góður matþörungur og að í tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar við Grindavík eru um þessar mundir í gangi tilraunir með ræktun klóblöðku til matar, í samvinnu við Hyndlu ehf.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...