Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Á myndinni eru frá vinstri: Elísabet Björney Lárusdóttir umhverfisráðgjafi, Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra, Sigurður Ingi Jóhannsson umhverf­isráðherra og Elva Rakel Jónsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, með svansvottunina.
Mynd / MHH
Fréttir 11. desember 2014

Hótel Fljótshlíð komið með Svans-vottun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hótel Fljótshlíð hefur hlotið umhverfisvottun norræna svansins. Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhenti vottunina með formlegum hætti í sal hótelsins laugardaginn 15. nóvember.

Hótelið er þar með komið í hóp sjö gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins en Hótel Fljótshlíð er fyrsta hótelið sem gengur í gegnum nýjar og hertar kröfur fyrir svansvottun. Arndís Soffía Sigurðardóttir hótelstýra er hæstánægð með vottunina.

„Já, með þessu erum við að skipa okkur í hóp fárra gististaða á landinu sem hafa hlotið umhverfisvottun norræna svansins og þar með ná fram sérstöðu sem aftur nýtist okkur sem markaðstæki. Þá er óhætt að segja að umhverfisvottun norræna svansins er ekki aðeins umhverfisvottun í þröngum skilningi þess orðs heldur líka gæðastimpill á vöru og þjónustu,“ segir hún. Hótel Fljótshlíð er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt að Smáratúni í Fljótshlíð. Ferðaþjónusta hófst þar árið 1986 þegar Sigurður Eggertsson og Guðný Geirsdóttir gerðust meðlimir að Ferðaþjónustu bænda. Árið 2006 komu dóttir þeirra og tengdasonur, Arndís Soffía  og Ívar Þormarsson, matreiðslumeistari staðarins, inn í reksturinn. Hótel Fljótshlíð hefur unnið samkvæmt sjálfbærnistefnu frá árinu 2007 og má segja að umhverfisvottunin í dag sé hápunktur þeirrar vinnu þótt áfram verði unnið í átt að aukinni sjálfbærni. 

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...