Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Frá verðlaunaafhendingunni. Hinrik er lengst til vinstri.
Mynd / Klúbbur matreiðslumanna
Fréttir 21. mars 2018

Hinrik á Grillinu fékk silfur á Norðurlandamótinu Nordic Chef Junior

Höfundur: smh

Matreiðslumaðurinn Hinrik Örn Lárusson, sem starfar á Grillinu á Hótel Sögu, vann silfurverðlaun í Norðurlandamótinu Nordic Junior Chefs sem fór fram í Herning í Danmörku síðastliðinn þriðjudag.

Samhliða þeirri keppni var keppnin Nordic Chef Of The Year og framreiðslukeppnin Nordic Waiter Of The Year. Hafstein Ólafsson frá Sumac Grill + Drinks, sem bar sigur úr býtum í keppninni Kokkur ársins 2017, keppti í matreiðslukeppninni og í framreiðslunni keppti Lúðvík Kristinsson frá Grillinu. Þeir komust ekki á verðlaunapall.

Mótshald samhliða Foodexpo

Sænski keppandinn bar sigur úr býtum í Nordic Chef Junior og sá finnsku varð í þriðja sæti.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi þessa þrjá keppendur til leiks og rekur klúbburinn afreksstarf í matreiðslu og keppnisstarf ungra matreiðslumanna í Kokkalandsliðinu og keppnina Kokkur ársins ásamt þátttöku í alþjólegum keppnum eins og hér um ræðir. Skipulag keppninnar er í höndum Norðurlandasamtaka matreiðslumeistara og fer keppnin fram í Herning samhliða matvælasýningunni Foodexpo.

Hinrik Örn Lárusson á Grillinu, silfurverðlauna­hafi í Nordic Junior Chefs. 

„Mystery basket“-fyrirkomulag

Í tilkynningu frá Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að fyrirkomulag matreiðslukeppninnar hafi verið svokallað „„mystery basket“-snið þar sem keppendur fá að sjá skylduhráefnin degi fyrir keppni og skila síðan af sér þriggja rétta matseðli fyrir 12 gesti á keppnisdegi.

Framreiðslumaðurinn vinnur með matreiðslumönnum við þjónustu á keppnismatnum og þarf einnig í keppninni að sýna fagleg vinnubrögð í sínum aðgerðum við pörun á vínum við réttina og að útbúa kokteila.

Þjálfari Hafsteins og dómari í matreiðsluhluta keppninnar var Þráinn Freyr Vigfússon frá Sumac Grill + Drinks. Þjálfari Hinriks var Sigurður Laufdal yfirmatreiðslumaður á Grillinu.

Thelma Björk Hlynsdóttir, frá Grillinu, þjálfaði Lúðvík og dæmd jafnframt í framreiðslukeppninni.  

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...