Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Herlirfan var fyrst skilgreind 1852
Fréttir 27. júlí 2020

Herlirfan var fyrst skilgreind 1852

Höfundur: HKr. / VH

Herlirfan eða herormurinn, Spodoptera frugiperda, gengur undir ýmsum nöfnum milli landa. Lirfan sjálf er afkvæmi mölflugu sem Svíar kalla maísflugu og lirfuna „Höstarmélarven“, en Norðmenn kalla fluguna „Majsugle“, eða kornuglu. Þá er fyrirbærið líka kallað haust-herormur á ensku líkt og á sænsku. 

Herlirfan er upprunnin í Mið-Ameríku og hefur verið skæð bæði í Bandaríkjunum og suður til Argentínu. Frá Suður-Ameríku barst hún til Afríku á sjötta áratug síðustu aldar. Þá hefur hún einnig náð fótfestu í Asíu. Nú óttast sérfræðingar að hlýnandi loftslag leiði til þess að mölflugan nái líka fótfestu í Evrópu og að herlirfan geti valdið evrópskum bændum miklum skaða.

Í raun eru til margar tegundir af því sem nefnt hefur verið herlirfa, en þekktar eru um 160.000 tegundir af mölflugum. Tegundinni Spodoptera, sem er sögð af Notuidae-ætt, var fyrst lýst af franska lögfræðingnum og skordýrafræðingnum Achille Guenée árið 1852. Gróflega hafa 30 tegundir herlirfa verið skilgreindar í sex heimsálfum.

Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá þá hefur plága herlirfa herjað á maísakra í Suður-Afríku og öðrum löndum í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur af völdum plágunnar er gríðarlegur.

Eftir að lirfurnar skríða úr eggi geta þær valdið miklum skemmdum á maís og mörgum fleiri nytjategundum og uppskerubresti á stórum svæðum. Löndin sem verst hafa komið út úr slíkum plágum eru Suður-Afríka, Sambía, Malaví og Simbabve. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...