Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heimsmarkaðsverð í hættu
Fréttir 23. ágúst 2021

Heimsmarkaðsverð í hættu

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verð á Arabica kaffi hækkaði um tíu prósent nýverið, til viðbótar tuttugu prósenta hækkun um miðjan júlí. Hefur hækkunin ekki verið meiri í tæp sjö ár en óvanalegur veðurkuldi hefur ógnað kaffirækt stærsta framleiðanda heims í Brasilíu.

Vetrarmánuðir Brasilíu spanna frá júníbyrjun til ágústloka og vanalega fer hitastigið neðar
en 13 °C.

Mikil frost hafa hins vegar plagað Brasilíubúa og skemmt með því stóran hluta kaffiekranna auk þess sem búist er við heilmiklu kuldakasti á næstu dögum. Kaffirunnar eru afar viðkvæmir fyrir frosti sem getur valdið miklum skaða og jafnvel drepið þá að fullu. Kaffiræktendur standa þá mögulega frammi fyrir því að hefja ræktun að nýju með von um betri tíð. Ferlið tekur þó um þrjú ár – frá gróðursetningu að því að hægt sé að vinna kaffi úr berjum runnans.

Bráðabirgðatölur frá matvæla­stofnun brasilískra stjórnvalda töldu að nú þegar hefði veðurfarið haft áhrif á eitt hundrað og fimmtíu þúsund til tvö hundruð þúsund hektara – um 11% af heildaruppskeru arabica kaffis í landinu.

„Umfang tjónsins er enn óljóst, en áætlað tap er nú á bilinu 5,5 til 9 milljónir (ef um ræðir 60 kg kaffibaunasekki), miðað við hækkun frá 2 milljónum í 3 milljónir í vikunni þar á undan,“ sagði Charles Sargeant, hjá Britannia Global Markets.
Sargeant var að vísa til uppskeru Brasilíu árið 2022. Framleiðsla þessa árs sem þegar hefur verið tekin upp er minni en sú sem er áætluð á næsta ári. Mikilvægt er að áætluð góð framleiðsla næsta árs standist – vegna jafnvægis á heimsvísu.
Útlit er fyrir þó nokkurri hækkun á heimsmarkaðsverði og þá í kjölfarið líkur á hækkun hjá helstu vörumerkjum sem hafa margir hverjir gert viðeigandi ráðstafanir.

Skylt efni: Heimsmarkaður kaffi

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...