Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá fundi eggjabænda
Frá fundi eggjabænda
Mynd / Höskuldur Sæmundsson
Fréttir 16. mars 2022

Hætta á að matvæli hækki í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Við sem hittumst fyrir hönd deildar eggjabænda innan Bænda- samtakanna áttum gott spjall á nýafstöðnu Búgreina­þingi,“ segir Stefán Már Símonarson, formaður Félags eggjabænda, „og fundurinn gagnlegur.“

Á fundinum var kosinn stjórn fyrir deild eggjabænda og í henni sitja Stefán Már Símonarson, formaður og Halldóra Hauksdóttir og Arnar Árnason, meðstjórnendur.

Félag eggjabænda áfram starfrækt

„Meðal þess sem við ræddum á fundinum eru félagsmál deildarinnar og framtíð hennar og við ákváðum að hittast aftur í vor og klára þá umræðu.“

Stefán segir að Félag eggjabænda verði áfram starfrækt til hliðar við búgreinadeildina og að hugur manna sé til að halda því virku áfram en í því félagi er einnig áhugafólk í eldi og eggjaframleiðslu.
Hætta á að matvælaverð hækki

„Helsta hagsmunamál eggja­fram­leiðenda í dag er, eins og hjá öllum öðrum í landbúnaði, ástandið í Evrópu og innrás Rússa í Úkraínu. Í kjölfar innrásarinnar er hætta á skorti á ýmsum nauðsynjavörum og um leið hækkun matvælaverðs í heiminum.

Niðurstaðan af Búgreinaþinginu er að við teljum að þær breytingar sem gerðar hafa verið á starfsemi BÍ undanfarin misseri hafi heppnast vel hingað til og lofi góðu fyrir framhaldið.“

Fulltrúi deilda eggjabænda á Búnaðarþingi verða Stefán Már Símonarson og Halldóra Hauks­dóttir.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...