Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á jarðræktarstyrki og landgreiðslur á þessu ári.

Greiðslurnar eru í samræmi við tillögur Spretthópsins, sem var settur á laggirnar í júní síðastliðnum til að bregðast við alvarlegri stöðu landbúnaðarins á Íslandi – til að mynda í kjölfar mikilla verðhækkana á aðföngum bænda.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er álagið reiknað út frá umsóknum þessa árs og er tíu prósentum af heildarupphæð álagsins, sem er 517 milljónir króna, haldið eftir þar til uppgjör á úttektum umsókna er lokið í desember.

Alls sóttu 1.574 um landgreiðslur fyrir þetta ár, en 1.007 sóttu um jarðræktarstyrki. Skiptast greiðslur þannig að 259 milljónir króna verða greiddar sem jarðræktarálag og 258 milljónir króna sem álag á landgreiðslur.

Næstu álagsgreiðslur nú í nóvember

Næstu álagsgreiðslur eru áætlaðar nú í nóvember, þegar 75 prósenta álag á nautakjötsframleiðslu verður greitt út, eða alls 41 milljón fyrir tímabilið október til desember. Síðan í febrúar á næsta ári þegar 25 prósenta álag í garðyrkju verður greitt út – alls 101 milljón króna – og er þriðja álagsgreiðsla á nautakjötsframleiðslu vegna framleiðslu á tímabilinu október til desember, einnig 41 milljón.

Í febrúar 2023 verður einnig uppgjör álags á gæðastýringu í sauðfjárrækt, samhliða uppgjöri almennu gæðastýringargreiðslunnar.

Þá lagði Spretthópurinn til að 450 milljónum króna yrði varið til að mæta hækkun fóðurverðs hjá svína-, alifugla- og eggjaframleiðendum, en áætlað er að umsóknarferlið vegna þessara stuðningsgreiðslna fari fram snemma árs 2023.

Skylt efni: spretthópurinn

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...