Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Góð afkoma SS skilar bændum 2,7 prósenta viðbót
Fréttir 3. apríl 2014

Góð afkoma SS skilar bændum 2,7 prósenta viðbót

Höfundur: Sigurður Már Harðarson
Í nýútkomnu fréttabréfi Slátur­félags Suðurlands (SS) er fjallað um afkomu félagsins á liðnu ári. Samstæða SS skilaði 572 m.kr. hagnaði fyrir skatta sem er besta afkoma í 107 ára sögu félagsins og 22 m.kr. betri afkoma en fyrra ár. Vegna hinnar góðu afkomu verður bændum greitt 2,7 prósenta viðbót á afurðaverð liðins árs.
 
Stjórn félagsins samþykkti í fyrra svokallaða viðbótarstefnu sem felur í sér að 30 prósent af afkomu félagsins verður greitt til eigenda og innleggjenda. Þetta er gert með þeim hætti að fyrst er greitt í lögbundna sjóði auk vaxta á A deild stofnsjóðs og verðbóta og arðs á B deild. Það sem umfram er upp í 30 prósent af hagnaði er greitt til bænda, sem viðbót á innlegg liðins árs.
 
Félagið hefur undanfarin þrjú ár skilað mjög góðri afkomu. Efnahagur félagsins er traustur, með yfir 50 prósent eiginfjárhlutfall, og mjög sterka greiðslustöðu. 
 
Eldi nauta – tilraunasamstarf við danskt fóðurfyrirtæki
 
SS hefur hrundið af stað tilrauna­verkefni í samvinnu við danska fóðurfyrirtækið Dlg, til að komast að niðurstöðu um það hvort og þá hver ávinningurinn sé af kraftmeiri fóðrun á íslenskum nautkálfum. Ástæða þess að ráðist er í verkefnið er knappt framboð á nautakjöti undanfarin ár. Er kjötskorturinn einkum rakinn til þess að skortur hefur verið á mjólk sem leiðir af sér að bændur halda kúm tímabundið lengur. Þá er ekki næg arðsemi af eldi, eins og það er stundað, og hefur það líka haft áhrif á kjötframboðið. 
 
Samkvæmt gögnum frá danska fóðurfyrirtækinu Dlg, sem SS vinnur með, þá eru danskir holdagripir að skila að jafnaði 300 kg fallþyngd á 12 mánaða elditíma með þrískiptri fóðrun. Það er svipuð fallþyngd og meðalþyngdin er í úrvalsflokki holdablendinga úr 24 mánaða eldi. 
 
Óskað er eftir fimm bændum sem vilja taka þátt í þessari rannsókn. Rannsóknin verður með þeim hætti að hver bóndi þarf að geta haft aðskilda hópa með fimm til tíu kálfum sem eru fæddir á svipuðum tíma. Öllum gripunum verður slátrað að loknu 12 til 14 mánaða eldi. Með þessum hætti má fá samanburð og reikna ávinning af kjarnfóðurgjöf ef ávinningur kemur fram. Jafnframt sést hvernig íslenskir nautkálfar vaxa í samanburði við erlend holdakyn. Bændum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari tilraun er bent á að senda tölvupóst til Elíasar Hartmanns Hreinssonar deildarstjóra búvörudeildar SS í netfangið elias@ss.is. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...