Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Orsök garnaveiki er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum.
Orsök garnaveiki er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum.
Fréttir 21. apríl 2017

Garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Húnavatnshreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúinu Ytri-Löngumýri í Húnavatnshreppi. Á því svæði hefur garnaveiki greinst á tveimur öðrum bæjum síðastliðin 10 ár.

Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.

Uppgötvast við reglubundið eftirlit

Í heimasíðu Matvælastofnunnar segir að tilfellið hafi uppgötvast við reglubundið eftirlit á búinu en héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis sendi sýni úr veikri kind til greiningar á Keldum sem reyndist jákvætt með tilliti til  garnaveiki.

Hægfara vanþrif

Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Meðgöngutími í sauðfé er eitt til tvö ár eða lengri.

Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í eitt til eitt og hálft ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni.

Reglugerð um garnaveiki

Um garnaveiki og varnir gegn henni gildir reglugerð nr. 911/2011. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að útrýmingu garnaveikinnar. Í reglugerðinni eru meðal annars ákvæði um þær takmarkanir sem gilda um garnaveikibæi.

Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt er að láta til lífs sauðfé, geitur eða nautgripi í tíu ár frá síðustu greiningu á garnaveiki eða vanrækslu á bólusetningu.

Mikilvægt er að huga að því að smit getur borist með landbúnaðartækjum, heyi, áburði og fleiru en flutningur á öllu slíku frá garnaveikibæjum er einnig óheimill.

Reglugerðin kveður einnig á um skyldu til bólusetningar sauðfjár á tilteknum svæðum á landinu. Sinni eigandi sauðfjár ekki skyldu sinni til bólusetningar getur Matvælastofnun fyrirskipað bólusetningu fjárins á kostnað eiganda. Matvælastofnun heldur skrá yfir garnaveikibæi sem aðgengilegur er á heimasíðu stofnunarinnar.
 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...