Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Orsök garnaveiki er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum.
Orsök garnaveiki er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum.
Fréttir 21. apríl 2017

Garnaveiki staðfest á sauðfjárbúi í Húnavatnshreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Garnaveiki hefur verið staðfest á sauðfjárbúinu Ytri-Löngumýri í Húnavatnshreppi. Á því svæði hefur garnaveiki greinst á tveimur öðrum bæjum síðastliðin 10 ár.

Garnaveiki er ólæknandi smitsjúkdómur í jórturdýrum, en með bólusetningu er hægt að verja sauðfé fyrir sjúkdómnum og halda smitálagi í lágmarki. Á bæjum sem garnaveiki greinist á gilda ýmsar takmarkanir sem lúta að því að hindra smitdreifingu.

Uppgötvast við reglubundið eftirlit

Í heimasíðu Matvælastofnunnar segir að tilfellið hafi uppgötvast við reglubundið eftirlit á búinu en héraðsdýralæknir Norðvesturumdæmis sendi sýni úr veikri kind til greiningar á Keldum sem reyndist jákvætt með tilliti til  garnaveiki.

Hægfara vanþrif

Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki (Mycobacterium paratuberculosis). Helstu einkenni hennar eru hægfara vanþrif með skituköstum. Í þeim hjörðum sem veikin kemur upp getur einnig verið þó nokkuð um „heilbrigða smitbera“. Meðgöngutími í sauðfé er eitt til tvö ár eða lengri.

Garnaveikibakterían veldur bólgum í mjógörn og oft einnig í langa, ristli og lifur. Sýklarnir berast út með saurnum og geta lifað í eitt til eitt og hálft ár í óhreinindum og pollum umhverfis gripahús, við afréttargirðingar, í sláturúrgangi og í líffærum skepna sem drepast út um haga. Sýking verður um munn með saurmenguðu fóðri og vatni.

Reglugerð um garnaveiki

Um garnaveiki og varnir gegn henni gildir reglugerð nr. 911/2011. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að útrýmingu garnaveikinnar. Í reglugerðinni eru meðal annars ákvæði um þær takmarkanir sem gilda um garnaveikibæi.

Samkvæmt reglugerðinni er óheimilt er að láta til lífs sauðfé, geitur eða nautgripi í tíu ár frá síðustu greiningu á garnaveiki eða vanrækslu á bólusetningu.

Mikilvægt er að huga að því að smit getur borist með landbúnaðartækjum, heyi, áburði og fleiru en flutningur á öllu slíku frá garnaveikibæjum er einnig óheimill.

Reglugerðin kveður einnig á um skyldu til bólusetningar sauðfjár á tilteknum svæðum á landinu. Sinni eigandi sauðfjár ekki skyldu sinni til bólusetningar getur Matvælastofnun fyrirskipað bólusetningu fjárins á kostnað eiganda. Matvælastofnun heldur skrá yfir garnaveikibæi sem aðgengilegur er á heimasíðu stofnunarinnar.
 

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...