Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kraftvélar kynntu nýjan metantraktor á Landbúnaðarsýningunni. New Holland er fyrsti dráttarvélaframleiðandinn sem setur á markað dráttarvél sem er hönnuð frá grunni til að ganga fyrir metani.
Kraftvélar kynntu nýjan metantraktor á Landbúnaðarsýningunni. New Holland er fyrsti dráttarvélaframleiðandinn sem setur á markað dráttarvél sem er hönnuð frá grunni til að ganga fyrir metani.
Mynd / ÁL
Fréttir 2. nóvember 2022

Fyrsti metantraktorinn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Föstudaginn 21. október fékk Sorpa afhenta nýja New Holland T6.180 dráttarvél sem gengur fyrir metani. Þessi vél verður notuð á athafnasvæði Sorpu á Álfsnesi og mun ganga fyrir orku framleiddri á staðnum.

Kraftvélar voru með vélina til sýnis á nýafstaðinni Landbúnaðarsýningu í Laugardalshöll.

Eiður Guðmundsson, stöðvar­ stjóri Gas og jarðgerðarstöðvarinnar (GAJA) á Álfsnesi, segir dráttar­ vélina verða notaða í mörg störf á athafnasvæðinu. Nú þegar notar Sorpa traktora og mun þessi leysa af hólmi elstu vélina þeirra. Fyrir utan að ganga fyrir öðru eldsneyti en gengur og gerist er þessi dráttarvél mjög sambærileg þeim sem þegar eru á markaðnum.

Helsta verkefni vélarinnar er að knýja 24 rúmmetra fóðurblandara sem er nýttur til að brjóta niður og blanda stoðefnum við lífræna úrganginn. Blandarinn losar efnið síðan á færiband sem flytur það inn í vinnsluna.

Önnur verkefni eru að dreifa sjó með haugsugu á urðunarstaðinn til að minnka lykt á sumrin. Á veturna er hægt að nota vélina í snjómokstur og hálkuvarnir.

Unnið að orkuskiptum

Eiður hefur lengi fylgst með þróun þessara mála, en frumgerð vélarinnar var kynnt árið 2013. Eftir að hafa verið með dráttarvélarnar í prófunum undanfarin ár hefur framleiðandinn fyrst núna boðið vélarnar í almenna sölu. Aðspurður hvort fleiri vélar af þessu tagi verði keyptar þá telur Eiður það líklegt.

„Við endurnýjun munum við að sjálfsögðu velja metan, að því gefnu
að þetta komi vel út hjá okkur.“

Metan er plássfrekt og því rúmast minna eldsneyti í þessari vél en í sambærilegum dísildráttarvélum. Það mun þó ekki koma að sök þar sem megnið af því metani sem búið er til fyrir íslensk farartæki er framleitt á Álfsnesi.

„Það má segja að þessi dráttarvél keyri á afurð GAJA sem hún sjálf er notuð til að framleiða,“ segir Eiður.

Orkusjóður styður við verkefni sem vinna að orkuskiptum. Eiður sótti um styrk fyrir hönd Sorpu og fá þau fimm milljónir upp í kaupverð vélarinnar. Þó svo að upphæðin sé ekki stór hluti af verkefninu, þá segir Eiður að í þessu felist talsverð viðurkenning.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...