Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Ræktum Ísland á fundunum ásamt verkefnisstjórunum Hlédísi Sveinsdóttur og Birni Bjarnasyni.
Mynd / Golli
Fréttir 1. júní 2021

Fundaröð hefst í kvöld til kynningar á drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland

Fundaröð til kynningar á Ræktum Ísland, drögum að landbúnaðarstefnu fyrir Ísland, hefst í kvöld.

Fyrsti fundurinn er haldinn í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri klukkan 20. Á morgun verður fundað í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, einnig klukkan 20.

Ræktum Ísland hefur verið kallað umræðuskjal og er hægt að veita umsögn um það í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda til 26. maí.

Í umræðuskjalinu er að finna meginatriði eða tillögur í 19 efnisköflum sem lagt er til að verði lögð til grundvallar við endanlega gerð landbúnaðarstefnunnar og aðgerðaráætlunar í samræmi við hana. 

Í tillögum verkefnisstjórnar er hugað að umgjörð landbúnaðarins í heild og því ekki fjallað sérstaklega um einstakar búgreinar. Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og er tilgangur skjalsins að vísa vegin við gerð slíkra samninga í framtíðinni. 

Fundadagskráin er eftirfarandi: 

  1. Vesturland 1. júní kl.20:00. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri.
  2. Ísafjörður 2. júní kl. 20:00 Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði
  3. Blönduós 8. júní kl. 16:00. Eyvindarstofa (Athuga breytt staðsetning - ekki Félagsheimilið Blönduósi)
  4. Eyjafjörður 8. júní kl. 20:30. Hlíðarbær.
  5. Þistilfjörður 9. júní kl. 12:00. Svalbarðsskóli.
  6. Egilsstaðir 9. júní kl. 20:00. Valaskjálf
  7. Höfn í Hornafirði 10. júní kl. 12:00. Nýheimar.
  8. Selfoss 14. júní kl. 20:00. Þingborg.
  9. Höfuðborgarsvæðið 15.júní kl. 20:00. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið.
  10. Opinn fjarfundur. Nánar auglýstur síðar. 

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (pdf)

Ræktum Ísland! Umræðuskjal (hljóðbók)

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...