Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Lambalæri úr örslátrunarverkefni Matís í Birkihlíð.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 27. september 2019

Yfirheyrslum lokið yfir Sveini og Þresti og beðið ákvörðunar um hvort ákært verði

Höfundur: smh
Eins og fram hefur komið hér í Bændablaðinu á undan­förnum vikum voru bæði Sveinn Margeirs­son, fyrrverandi for­stjóri Matís, og Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, kærðir af Matvælastofnun í nóvember á síðasta ári vegna örslátrunar­verkefnis Matís. Yfirheyrslum er lokið og er nú beðið ákvörðunar lögreglustjóra á Norðurlandi vestra hvort ákæra verði gefin út.
 
Í lok september á síðasta ári stóð Matís fyrir tilraun á nýrri aðferð við heimaslátrun á lömbum (örslátrun) á bænum Birkihlíð í Skagafirði og afurðirnar voru síðan seldar á bændamarkaði á Hofsósi. Matvælastofnun kærði Svein og Þröst vegna gruns um meint brot á lögum um slátrun og sláturafurðir, að sauðfé hafi verið tekið til slátrunar á starfsstöð sem ekki hafi leyfi til slátrunar og afurðirnar settar á markað án þess að þær hafi verið heilbrigðisskoðaðar í samræmi við lög. 
 
Viðurlög sektir eða fangelsi 
 
Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá umdæmi lögregl­unnar á Norður­landi vestra er yfir­heyrslum lokið og málið sé nú til skoðunar og yfirferðar hjá lögreglunni. Mun ákvörðun um framhald þess verða tekin eins fljótt og hægt er, en það er lögreglustjóri umdæmisins sem fer með ákæruvald í málinu. Brot gegn fyrrgreindum lögum varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef sakir eru miklar.
 
Þröstur var kallaður til skýrslutöku strax og kæra Matvælastofnunar kom fram í nóvember á síðasta ári. Sveinn var hins vegar kallaður til lögreglunnar á Blönduósi til yfirheyrslu nú síðsumars. Sveinn gekkst við ábyrgð í málinu í viðtali við Bændablaðið í ágúst, en tók jafnframt fram að hann hafi farið af stað með verkefnið í þeim tilgangi að sinna hlutverki Matís; að auka verðmæti landbúnaðarafurða og bæta matvælaöryggi. 
 
Þröstur sagði, í viðtali við blaðið í lok ágúst, að hann teldi sig ranglega liggja undir grun um að eiga einhverja sök í málinu. „Matvælastofnun lagði málið þannig upp fyrir lögregluna að ég hefði komið að því að selja kjötið á Bænda­markaðnum í Hofsósi, sem er alveg út í hött […] Þeim var full­kunnugt um að þetta var verkefni á vegum Matís, þeir kjósa að vilja ekki skilja það að Matís hafi verið með þetta verkefni,“ var haft eftir Þresti.

Skylt efni: örslátrun

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...