Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Verð á mjólkurkvóta hækkar:
Fréttir 15. september 2015

Verð á mjólkurkvóta hækkar:

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í starfsskýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði drógust verulega saman í fyrra og fram á þetta ár. Töluverð umskipti urðu svo við opnun tilboða á kvótamarkaði 1. september síðastliðinn. 
 
Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. september 2015  hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 200 kr. fyrir hvern lítra mjólkur. Er það 50 krónum hærra verð en á markaði 1. apríl 2015. Mikil umframeftirspurn skapaðist á markaðnum. Í boði voru einungis 367.368 lítrar, en óskað var eftir greiðslumarki upp á 950.000 lítra. Var framboðið 107,1% miðað við framboð á síðasta kvótamarkaði en eftirspurnin nú nam 155,7% miðað við síðast. Alls bárust Matvælastofnun 24 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Fjöldi gildra tilboða um sölu voru 9 og 15 gild tilboð um kaup. Kauphlutfall viðskipta var 90,71%.
 
Ástæðan fyrir dræmari viðskiptum með kvótalækkun á kvótaverði í fyrra var fyrst og fremst aukin framleiðsla utan kvóta í kjölfar mjög aukinnar eftirspurnar eftir mjólk til vinnslu. 
 
Alls urðu viðskipti á árinu með 98.873 lítra mjólkur á árinu 2014 á móti 1.807.807 lítra árið 2013. Fór tilboðum jafnt og þétt fækkandi eftir því sem leið á árið.  Til sölu voru á árinu boðnir 2.317.868 lítrar en tilboð bárust einungis um kaup á 200.854 lítrum. Eftirspurnin var því aðeins brot af því sem í framboði var. Á árinu 2013 var þetta þveröfugt. Þá voru boðnir 1.807.520 lítrar til sölu á kvótamarkaði en eftirspurnin var margföld sú tala og bárust þá tilboð í 4.104.976 lítra.
 
Verður greiðslumarkið lækkað?
 
Kvótinn á síðasta ári var því orðinn harla verðlítill, en  það gæti hæglega breyst ef greiðslumarkið verður lækkað í haust. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er talið líklegt að Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) geri tillögu um lækkun greiðslumarks nú í september. Greiðslumarkið var 140 milljónir lítra fyrir árið 2015 en áætluð sala mjólkurafurða er 136 milljónir lítra. Virðist framboð og eftirspurn því vera komin í nokkurt jafnvægi og jafnvel að einhvers samdráttar muni gæta í sölu mjólkurafurða á þessu ári. Fregnir af mögulegri lækkun greiðslumarks virðast þegar vera farin að hafa áhrif á kvótaverðið. 
 
Matvælastofnun annast viðskipti með greiðslumark skv. reglugerð. Kvótamarkaðir með greiðslumark mjólkur skulu haldnir þrisvar á ári, þann 1. apríl, 1. september og 1. nóvember. 

Skylt efni: mjólkurkvóti

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...