Verð á einum köldum mun hækka í kjölfar loftlagsbreytinga og upp­skerubrests á byggi.
Fréttir 19. október 2018

Verð á bjór mun hækka

Vilmundur Hansen

Áhrif loftlagsbreytinga í heiminum vegna hlýnunar eru margvíslegar. Jöklar bráðna, fjöldi dýra og plantna eru í útrýmingarhættu og hungursneyð blasir við milljónum manna. Ekkert af þessu virðist þó vera nóg til að gripið sé í taumana.


Nýjar rannsóknir benda til að uppskerubrestur á byggi vegna þurrka muni leiða til bjórskorts í heiminum og að verð á einum köldum eigi eftir að hækka umtalsvert.