Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útbreiðsla katta kortlögð
Fréttir 29. júní 2017

Útbreiðsla katta kortlögð

Höfundur: ghp
Tengsl manna og katta ná aftur til nýsteinaldar. Jarðvistarleifar sem fundust í Kýpur benda til þess að kettir hafi lifað í nánu samlífi með mönnum allt frá 7.500 f.Kr. Í dag eru húsvandir kettir til staðar í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu og á afskekktustu útskikum veraldar. 
 
Þótt hann sé í dag mestmegnis alinn sem hæverskur nautnaseggur og dyntóttur fjölskyldumeðlimur þjónaði köttur mikilvægu hlutverki til að sporna við meindýrum, einkum nagdýrum, á sveitabýlum, í skipum og þorpum á árum áður.
 
Vísindaritið Nature birti nýlega niðurstöður rannsókna á útbreiðslumynstri katta um heiminn. Notaðar voru DNA-greiningar á jarðvistarleifum kattardýra og benda niðurstöður til þess að kettir hafi breiðst út samhliða sjóferðum manna, frá ströndum og þaðan inn til meginlanda. Þá sýna greiningar á þróun litmynsturs katta fram á að eiginleg ræktun katta hefjist síðar en hjá flestum öðrum heimilisdýrum. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...