Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Refasmári er fjölær og áhugavert verður að fylgjast með hvort plönturnar lifa veturinn af. Myndir / Kristján Jóhannesson
Fréttir 3. september 2019

Uppskeran refasmára minni en búist var við

Höfundur: Vilmundur Hansen
Kristján Jóhannesson á Bjarkarási 1 í Hvalfjarðarsveit gerði tilraun með að sá alfalfa, eða refasmára, á kvarthektara í sumar. Uppskeran sé minni en hann átti von á.
 
„Mig langaði að sjá hvernig refasmári, eða alfalfa, mundi dafna hér á landi eftir að ég las grein um plöntuna í Bændablaðinu síðastliðið haust og sáði smituðu fræi í kvarthektara í vor. Fræin spíruðu ágætlega og plönturnar rættu sig og hafa smám saman verið að tosast upp og stækka en þær eru talsvert misstórar. Sumarið hefur verið gott en þurrt og ég tel að þurrkurinn hafi hugsanlega dregið úr vextinum.
Það kom blóm á eina plöntu og ég varð afskaplega ánægður en svo urðu blómin ekki fleiri.“
Vöxtur refasmárans var misjafn í sumar og minnstur þar sem jörðin var þurrust.
 
Spenntur að sjá hvort  plantan lifi veturinn
 
Kristján segir að eftir að hann fór að hafa áhyggjur af þurrkinum hafi hann lagt vatnsleiðslu niður að spildunni og farið að vökva plönturnar reglulega. Hann segist ekki frá því að vöxturinn hafi verið minni á þurrustu stöðum á spildunni en þar sem raki var meiri. 
 
„Ég er samt ekki búinn að gefast upp. Refasmári er fjölær planta og ég hef lesið að vöxturinn geti verið hægur til að byrja með en aukist með árunum og nú er að sjá hvort plönturnar lifa veturinn af og herði á vextinum næsta sumar.“
 
Ég er reyndar ekki viss hvort ég eigi að láta plönturnar standa eða slá þær fyrir veturinn og reyni því kannski bæði. Slái hluta og láti hluta standa.“
 
Hestarnir hrifnir 
 
Kristján segist hafa prófað að gefa hestum tuggu af ferskum refasmára og að þeir hafi rifið hana í sig með bestu lyst. „Ég smakkaði plöntuna líka og finnst hún ágæt á bragðið og ætti alveg að henta í salat.“     /VH
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...