Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
Mynd / GBJ
Fréttir 13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Höfundur: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Í Svalbarðshreppi og Langa­nesbyggð hefur mikil nýliðun verið í sauðfjárrækt og er þar nú yngsta bændasamfélag á landinu. 
 
Margir hafa sótt sér menntun í búvísindum og iðngreinum, og snúið aftur á æskuslóðir, en grunnurinn að þessu bændasamfélagi er önnur kynslóð bænda sem hafa tekið við búum af foreldrum. 
 
Í byggðarlaginu, sem telur í heildina um 600 manns, eru tvö þorp, Bakkafjörður og Þórshöfn. Bakkafjörður hefur átt undir högg að sækja með fólksfækkun og minnkandi sjávarútvegi en þar eru nú aðeins tvö sauðfjárbú eftir. 
 
Á Þórshöfn er atvinnuástandið gott þar sem Ísfélag Vestmannaeyja rekur öfluga fiskvinnslu. Í janúar er loðnuvertíð og síðsumars og fram á haust má ná góðu uppgripi með makríl- og síldarvöktum, en þar hafa bændur verið liðtækir í að skipa löndunarteymi þegar á þarf að halda. 
 
Núna stendur enn yfir síldarvertíð þar sem unnið er á 12 tíma vöktum allan sólarhringinn. Þessir atvinnuvegir styrkja því hvor annan. Það er alveg ljóst að það skiptir miklu máli fyrir bændur að eiga kost á að sækja vinnu utan bús, hvort sem það er á ársgrundvelli eða uppgrip á vertíðum. 
 
Tilvist samfélagsins ógnað
 
Að öðru leyti er byggðarlagið hefðbundið sveitasamfélag. Þar er gripið í spil á vetrarkvöldum þegar boðað er til félagsvistar. Kvenfélagið er virkt og síungt, þá er björgunarsveit, leikfélag, kirkjukór, blaklið og ýmislegt hægt að finna sér til gagns og gamans. Aldrei skortir verkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í samfélaginu. Núna er tilvist þessa samfélags ógnað með óvissu í sauðfjárrækt og úrræðaleysi stjórnvalda til að grípa til aðgerða. 
 
Mikil lækkun afurðaverðs er þungt högg 
 
Mikil lækkun afurðaverðs nú í haust er þungt högg og þá sérstaklega fyrir ungar fjölskyldur sem margar hverjar hafa nýlega fjárfest í sauðfjárbúum. Þetta unga kraftmikla fólk lætur nú í sér heyra, kallar eftir markvissri byggðastefnu frá stjórnvöldum og aðgerðum sem styrkja byggðir í landinu. 

16 myndir:

Skylt efni: ungir bændur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...