Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar
Fréttir 27. júlí 2015

Um 2.000 risahvannir innan bæjarmarka Akureyrar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að kortleggja útbreiðslu risahvanna innan bæjarmarka Akureyrar. Að minnsta kosti 2000 plöntur fundust á um 450 stöðum.
 
Á Akureyri var gerð ítarleg leit að tegundum risahvanna og GPS-hnit allra fundarstaða skráð. Í ljós kom að risahvannir eru afar algengar í bænum, ekki aðeins í görðum þar sem þær hafa verið ræktaðar sem skrautplöntur, heldur eru þær víða utan þeirra. Fundarstaðirnir skiptu hundruðum og er talið að um fleiri en 2000 plöntur sé að ræða. Þannig hefur þessum ágengu plöntum tekist ágætlega að dreifa sér og vaxa upp, einkum á þéttbýlum svæðum. Á mörgum stöðum eru plönturnar vel þroskaðar og mynda þær þúsundir fræja árlega. Það stuðlar að aukinni og hraðari dreifingu tegundanna.
 
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, þar sem þetta kemur fram, segir að risahvannir séu hættulegar vegna eitraðs safa þeirra sem getur valdið alvarlegum bruna á húð. Plönturnar eru sérstaklega hættulegar á heitum, sólríkum sumardögum þar sem sólarljósið veldur efnabreytingu í safa plantnanna sem veldur bruna. 

Skylt efni: risahvönn

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...