Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þrettán nemendur frá sjö löndum útskrifast
Fréttir 5. október 2015

Þrettán nemendur frá sjö löndum útskrifast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nemarnir þrettán sem útskrifuðust frá Landgræðsluskólanum í ár koma frá Eþíópíu, Gana, Mongólíu, Úganda, Malaví, Namibíu og Kirgistan. Sjö konur og sex karlar.

Útskrift nema úr árlegu sex mánaða námi skólans fór fram síðastliðinn fimmtudag, 17. september.

Markmið Landgræðsluskólans er að byggja upp færni sérfræðinga frá þróunarlöndum í landgræðslu, umhverfisstjórnun og sjálfbærri landnýtingu. Þetta er gert með því að þjálfa sérfræðinga sem starfa við landgræðslu- og landnýtingarmál í samstarfslöndum Landgræðsluskólans í Afríku og Mið-Asíu.

Sérfræðingarnir sem koma til náms við Landgræðsluskólann hafa allir háskólagráðu sem tengist viðfangsefnum skólans og starfa við stofnanir í heimalandi sínu.

Landgræðsluskólinn hefur starfað frá árinu 2007 og standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðsla ríkisins að rekstri skólans. Landgræðsluskólinn er fjármagnaður af íslenska ríkinu sem hluti af framlagi Íslands til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu.

Í ávörpum við útskriftina var lögð áhersla á mikilvægi landgræðslu og sjálfbærrar landnýtingar í baráttunni gegn landeyðingu og vísað í því samhengi í ný alþjóðamarkmið SÞ um sjálfbæra þróun sem verða samþykkt á allsherjarþingi SÞ í lok þessa mánaðar.

Landgræðsluskólinn vinnur í anda þess að stöðva landeyðingu, græða upp illa farið land og koma í veg fyrir eyðingu lands með því að stuðla að sjálfbærri nýtingu landvistkerfa.

Ávinningurinn af því að bæta landgæði mun auka fæðuöryggi og minnka þar með hungur og fátækt, stuðla að betri heilsu og tryggara aðgengi að hreinu vatni og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...