Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum
Fréttir 25. nóvember 2014

Segir SS hafa lækkað verð til bænda á íslensku svínakjöti um 9% frá áramótum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sláturfélag Suðurlands hefur, frá því um síðustu áramót, þrýst innkaupsverði á svínakjöti niður um 9%, segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.
Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hefur verð á unnu kjöti, reyktu og söltuðu, hækkað til neytenda um 2% frá áramótum.

Hörður segir að þrátt fyrir lækkun á verði til bænda sjáist engin merki um að neytendur séu að njóta hennar í lækkun á verði á unninni vöru, reyktri eða saltaðri, frá SS.

„Reykt og saltað kjöt í unninni kjötvöru er að langstærstum hluta svínakjöt. Það er mikið af svínakjöti í pylsum. Skinka er uppistaða í áleggi sem framleitt er hér á landi og gæti numið um 70% en skinka er eingöngu unnin úr svínakjöti. Auk þess sem verð á beikoni hefur ekki lækkað þrátt fyrir að bændur séu að fá minna fyrir kílóið frá Sláturfélaginu.“

Gríðarleg aukning á innflutningi á kjöti

„Heildarinnflutningur á kjöti hefur aukist gríðarlega frá því á síðasta ári eða um tæp 77%.
Aukningin í innflutningi á svínakjöti fyrstu níu mánuði ársins er 18,4% eða úr 445 tonnum og í 527 frá sama tíma í fyrra. Hvað nautakjöt varðar hefur hreinlega orðið sprenging í innflutningi og hann farið úr 124 tonnum í 847 tonn frá sama tíma í fyrra.“

Segir Sláturfélagið leiðandi

Hörður segir að Sláturfélag Suðurlands hafi verið leiðandi í verðlækkununum til svínabænda en að aðrir sláturleyfishafar eins og Norðlenska hafi ekki lækkað verð til bænda. „Enda ábyrgir aðilar þar sem vita að búin verða ekki rekin ef verð til bænda er of lágt.“


Mikill þrýstingur á innflutning

„Vegna viðskiptabanns Rússa á vörur frá Evrópusambandinu er mikill þrýstingur á innflutning á kjöti hingað frá ESB. Vegna þessa hefur innflutningsverð á svínakjöti lækkað verulega frá löndum eins og Danmörku, Þýskalandi, Belgíu og Póllandi, þar sem notkun á sýklalyfjum við kjötframleiðslu er mjög víðtæk.

Á sama tíma eru svínabændur hér á landi bundnir í báða skó og hafa takmarkaða möguleika á að flytja út kjöt,“ segir Hörður Harðarson, framkvæmdastjóri Svínaræktarfélags Íslands.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...