Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
RML hefur myndað viðbragðsteymi
Fréttir 21. nóvember 2014

RML hefur myndað viðbragðsteymi

Höfundur: smh

Ráðgjafarmiðstöð landbún­aðarins (RML) hefur enga beina aðkomu að viðbragðsáætlunum varðandi möguleg hamfaraflóð ef það byrjar að gjósa undir jökli. Þó hefur viðbragðsteymi verið myndað innan RML sem hefur það hlutverk að fylgjast náið með þróun mála.

Borgar Páll Bragason.

„Í þessu teymi eru ráðunautar sem eru vel upplýstir af Almannavörnum og vinna náið með þeim enda hafa þeir yfirgripsmikla staðþekkingu,“ segir Borgar Páll Bragason, fagstjóri í nytjaplöntum hjá RML, sem stýrir viðbragðsteyminu. „Aðrir sem eru í teyminu eru María Svanþrúður Jónsdóttir sem er á Húsavík. 

Hún er mjög vel inni í málum á því svæði þar sem hún vinnur náið með Almannavörnum í umboði sýslumanns. Þá er Guðfinna Harpa Árnadóttir á Egilsstöðum sem hefur einnig komið að vinnu Almannavarna á því svæði. Síðan er það Pétur Halldórsson á Hvolsvelli sem þekkir vel til málanna þegar gaus undir Eyjafjallajökli og í Grímsvötnum.

RML hefur í raun ekkert skilgreint hlutverk ef til goss kemur undir jökli. Starfsemi okkar mun án efa laskast eins og hjá öðrum fyrirtækjum sem starfa á landsvísu ef samgöngur og fjarskipti fara úr skorðum, en við höfum þó starfsstöðvar vítt og breitt um landið sem gerir okkur ágætlega í stakk búin til að sinna okkar ráðgjafarhlutverki.

Okkar starfsfólk á hættusvæðum mun fylgja því sem öðrum almenningi er fyrir lagt að gera af Almannavörnum.“

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...