Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ríkið keypti og seldi mjólkurkvóta fyrir um 67 milljónir króna
Mynd / BBL
Fréttir 24. október 2017

Ríkið keypti og seldi mjólkurkvóta fyrir um 67 milljónir króna

Matvælastofnun greindi frá því fyrir skemmstu að á fjórða og síðasta innlausnardegi fyrir greiðslumark mjólkur þann 1. nóvember 2017 óskuðu tíu bú eftir að ríkið innleysti greiðslumark þeirra.

Alls var um 488.284 lítra að ræða að upphæð 67.383.192 króna.

Í tilkynningu Matvælastofnunar vegna viðskiptanna komu gild kauptilboð frá 35 framleiðendum og var alls óskað eftir að kaupa 1.824.310 lítra, að upphæð 251.754.780  krónur.

„Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks í samræmi við samning um starfsskilyrði í nautgriparækt sem tók gildi 1. janúar 2017. Innlausn greiðslumarks fer fram 1. mars, 1. maí, 1. september og 1. nóvember ár hvert. Á árinu 2017 er innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur er 138 krónur fyrir hvern lítra mjólkur. Samkvæmt fyrrnefndum samningi ríkis við bændur skulu framleiðendur sem eru nýliðar eða hafa framleitt a.m.k. 10% umfram greiðslumark á árunum 2013-2015 hafa forgang að kaupum 50% þess greiðslumarks sem Matvælastofnun innleysir á innlausnardegi. Sá pottur skiptist síðan jafnt á milli forgangshópanna í samræmi við 10. gr. reglugerðar nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Potturinn skiptist hlutfallslega í samræmi við það magn sem óskað var eftir af framleiðendum í fyrrgreindum hópum. Það greiðslumark sem þá er eftir er til úthlutunar öðrum kaupendum greiðslumarks og kaupendum í forgangshópum, að frádregnu því magni sem þeir fengu úthlutað úr forgangspotti.

Á innlausnardeginum 1. nóvember var 122.070 lítrum úthlutað til 25 framleiðenda úr forgangspotti 1, 10% umframframleiðslupotti og jafn mörgum lítrum til 3ja framleiðenda úr forgangspotti 2, nýliðunarforgangi. Að síðustu var 244.144  lítrum úthlutað úr almennum potti,“ segir í tilkynningunni. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...