Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýtt hestamannafélag í Skagafirði
Fréttir 14. mars 2016

Nýtt hestamannafélag í Skagafirði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Stofnfundur fyrir Skagfirðing, sem er nýtt hestamannafélag í Skagafirði, var haldinn á dögunum. Formaður er Guðmundur Sveinsson, sem segir við Feyki að um mikið framfaraskref sé að ræða fyrir hestamenn í firðinum.
 
Kosið var í stjórn félagsins en auk Guðmundar skipa hana Ása Hreggviðsdóttir, Skapti Steinbjörnsson, Haraldur Þór Jóhannsson og Pétur Örn Sveinsson. Varamenn eru Elvar Einarsson og Ragnar Pálsson. Stjórn á eftir að skipta með sér verkum. 
 
Félögin þrjú, Léttfeti, Stígandi og Svaði, sem nú sameinast í einu öflugu félagi halda sína aðalfundi á næstu dögum og verða þá formlega lögð niður. Eftir þann gjörning verður efnt til annars fundar hjá Skagfirðingi og línur lagðar. 
 
Á fundinum voru gerðar nýjar samþykktir, rætt um nýtt lógó félagsins og var stjórninni falið að vinna það mál áfram. Einnig var rætt um framtíðina og hvað menn sjá fyrir sér. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...