Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Minnsta vínframleiðsla í Evrópu í 36 ár
Fréttir 15. nóvember 2017

Minnsta vínframleiðsla í Evrópu í 36 ár

Höfundur: ehg / Nationen
Veðurskilyrði eins og haglél, þurrkar og ofsaveður, hafa komið hart niður á vínbændum í Evrópu þannig að framleiðslutölur hafa ekki verið lægri síðan 1981. Á sumum stöðum eru svæði svo illa útileikin að um einn þriðji af framleiðslunni er skemmd.
 
Evrópsku bændasamtökin Copa-Cogeca tilkynntu á dögunum að óveður í álfunni hafi minnkað uppskeru ársins um 14% frá því í fyrra. Þannig sé vínframleiðsla í Evrópu um 145 milljónir hektólítrar á þessu ári og hefur ekki verið minni í 36 ár. Tvö stærstu vínframleiðendalöndin, Frakkland og Ítalía, koma verst út eftir árið en í Frakklandi hefur framleiðslan minnkað um 18 prósent samanborið við árið 2016, og á Ítalíu er framleiðslan 26 prósentum minni en árið áður. Forsvarsmenn Copa-Cogeca árétta þó að víngæðin séu mjög há og góð þrátt fyrir veðurfarið, en að minna magn geti fært til verðaukningar. Vínframleiðsla í Evrópu er um 60 prósent af allri vínframleiðslu heimsins. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...