Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum
Fréttir 25. nóvember 2014

Matvælastofnun stöðvar dreifing mjólkur frá fjórum kúabúum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá fjórum kúabúum í Vesturumdæmi og Suðvesturumdæmi. Ástæður stöðvunarinnar eru skortur á rekjanleika í einu tilfelli og skortur á úrbótum í þremur þrátt fyrir margítrekaðar kröfur Matvælastofnunar.

Á heimsíðu Matvælastofnunar segir að rekjanleiki afurða er forsenda þess að hægt sé að hafa eftirlit með matvælum allt frá uppruna þeirra að diski neytenda og að hægt sé að fjarlægja hættuleg matvæli af markaði. Á einum bæjanna gat framleiðandi ekki sýnt fram á uppruna og rekjanleika mjólkur sem dreift var frá búinu. Á hinum bæjunum voru gerðar ítrekaðar kröfur um úrbætur. Kröfurnar sneru ýmist að ófullnægjandi þrifum, viðhaldi, umhverfi, hönnun, skráningum og/eða leyfum. Búunum var veittur lokafrestur til úrbóta en kröfur Matvælastofnunar voru ekki virtar.

Matvælastofnun hefur skv. lögum um matvæli heimild til að stöðva starfsemi og afturkalla starfsleyfi þegar frávik endurtaka sig og tilmæli stofnunarinnar eru ekki virt. Mjólk frá þessum framleiðendum mun ekki verða afhent til vinnslu fyrr en uppfyllt eru gildandi lög og reglur.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...