Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lyfjanotkun við matvælaframleiðslu er ekki vandamál á Íslandi
Fréttir 4. september 2015

Lyfjanotkun við matvælaframleiðslu er ekki vandamál á Íslandi

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Talsverð umræða hefur verið um að ofnotkun sýklalyfja bæði á sjúkrahúsum og í landbúnaði sé stærsta heilbrigðisógn sem nú steðji að Vesturlandabúum. Í skýrslu MAST fyrir síðasta ár kemur fram að lyfjanotkun í matvælaframleiðslu á Íslandi er ekki vandamál. 
 
Ísland og Noregur eru þau lönd sem þykja standa sig best hvað litla notkun sýklalyfja varðar í landbúnaði. Hér hafa sýklalyf t.d. ekki verið notuð sem vaxtahvetjandi efni eins og þekkt er víða um lönd. Hefur þetta verið staðfest í fjölmörgum úttektum á vegum Eurostat á undanförnum árum. 
 
Læknar hérlendis og víðar hafa í mörg ár varað við vandanum sem hefur verið að valda sívaxandi vandræðum við meðhöndlun sýkinga á sjúkrahúsum. Stöðugt eru að koma fram nýjar upplýsingar um margvíslegar afleiðingar ofnotkunar sýklalyfja og má þar t.d. nefna áhugaverða mynd um ofvirkni sem sem sýnd var í Sjónvarpinu í síðustu viku.    
 
Unnið samkvæmt „Aðskotaefnaáætlun“
 
Hér á landi hefur verið í gangi svokölluð „Aðskotaefnaáætlun“ sem byggir á reglugerð (IS) númer 30/2012 og er ætlað að upplýsa um þessi mál. Er sýnatökum dreift á héruð og sláturhús eftir framleiðslumagni og sláturtölum. 
 
Héraðsdýralæknar og eftirlitsdýralæknar sjá um nær allar sýnatökur, en fiskeftirlitsmenn hafa tekið hluta af sýnum úr fiskeldi. Sýni af vöðva, fitu, lifur, nýrum eða þvagi frá dýrum eru tekin í öllum sláturhúsum við slátrun. Mjólkursýni eru tekin á kúabúum, en þar eru einnig tekin þvagsýni til að skima fyrir ólöglegum lyfjum úr bæði mjólkurkúm og ungneytum. Eggjasýni eru tekin á eggjabúum og eggjapökkunarstöðvum eftir því sem við á. Sýni úr fiskeldi eru flest tekin við slátrun og vinnslu. Þá voru einnig tekin á síðasta ári sýni af nýrum hreindýra. 
 
Ekkert ámælisvert
 
Skimað var fyrir vaxtarhvetjandi og óleyfilegum lyfjum, minnst 30 tegundum af sýklalyfjum, hnísla- og sníklalyfjum og öðrum lyfjum, en einnig aðskotaefnum eins og þrávirkum lífrænum efnum, PCB-efnum, þungmálmum og sveppaeitri. Skimað var fyrir sumum eða öllum efnunum í hverju sýni. Sýnin voru greind hjá faggiltum rannsóknastofum bæði hérlendis og erlendis.
 
Tvö sýni mældust yfir viðmiðunarmörkum og samkvæmt verklagi var málið skoðað nánar, en ekki var ástæða til að bregðast frekar við þar sem um líffræðilegan breytileika var að ræða í báðum tilvikum. Umrædd sýni voru í lýsi og í þörungamjöli. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...