Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta
Fréttir 12. júlí 2019

Innflutningur á kjúklingakjöti, svínakjöti og nautakjöti langt umfram tollkvóta

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2019 var búið að flytja inn meira en allan sex mánaða tollkvóta ESB við Ísland í 6 flokkum af landbúnaðarafurðum. Hlutfalls­lega hefur verið mest flutt inn af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti, svínakjöti, nautakjöti og osti.

Í lok maí var búið að flytja inn 304.984 kg (tæp 305 tonn) af nautakjöti, en tollkvóti sem í gildi er á milli ESB og Íslands gerir ráð fyrir innflutningi á 199 tonnum á fyrstu sex mánuðum ársins. Er það 153% af tollkvóta.

Saltað, reykt og þurrkað langt umfram kvóta

Hlutfallslega var búið að flytja mest inn í maí af söltuðu, reyktu og þurrkuðu kjöti miðað við sex mánaða tollkvóta, eða rúm 86 tonn sem er 173% af 50 tonna tollkvóta.

Af svínakjöti var búið að flytja inn í lok maí tæp 568 tonn, eða 162% af 350 tonna tollkvóta.

Mest flutt inn af kjúklingakjöti

Í magni var innflutningur mestur á kjúklingakjöti á fyrstu fimm mánuðum ársins, eða rúm 575 tonn sem er 109% af 528 tonna tollkvóta fyrir sex mánuði ársins. Rétt er að taka fram að af þessum sex mánaða tollkvóta eru 100 tonn ætluð fyrir innflutning á lífrænt vottuðu alifuglakjöti.

Mikill innlfutningu á ostum

Innflutningur á osti á fyrstu fimm mánuðum ársins fór einnig umtalsvert umfram tollkvóta. Þannig var búið að flytja inn rúm 238 tonn í lok maí sem er 132% af 180 tonna tollkvóta. Af þessum tollkvóta eru 65 tonn ætluð fyrir innflutning á upprunamerktum osti. 

Meira var líka búið að flytja inn af unnum kjötvörum á fyrstu fimm mánuðum ársins en sex mánaða tollkvóti gerir ráð fyrir, eða tæp 180 tonn. Það er 134% af 145 tonna tollkvóta.
Minna af pylsum

Talsvert vantaði aftur á móti upp á að búið væri að nýta tollkvóta fyrir pylsur í lok maí. Þá var búið að flytja inn rúmlega 62 tonn sem er einungis 50% af 125 tonna tollkvóta sem gildir fyrir fyrstu sex mánuði ársins.

Íslensku pylsurnar hafa  greini­lega slegið það duglega í gegn hjá neytendum að lítil þörf virðist vera fyrir pylsuinnflutning. 

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...