Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir
Mynd / Bbl
Fréttir 12. febrúar 2020

Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Evrópuþingið íhugar nú tillögu sem ætlað er að hækka kjötverð í öllum Evrópusambandslöndunum. Er hugmyndin ekki sögð sprottin af gróðasjónarmiðum heldur einungis af „umhverfissjónarmiðum“.
 
Taka átti tillögu ­þingmanna þessa efnis fyrir á þingi Evrópu­sambandsins í gær, 5. febrúar. Er hugmyndin um hækkun á kjötverði sniðin að kröfu bandalags sem sett hefur verið á fót í kringum kröfu um raunvirði á dýraprótein. Ber það nafnið „True Animal Protein Price Coalite“, eða TAPP Coalition. Það er hluti af ProVeg sem er hollenskt samfélag grænmetisæta. Er þarna sagt vera um að ræða „sjálfbærnigjald“ sem er enn ein birtingarmynd í nýju peningahagkerfi sem spunnið hefur verið í kringum loftslagsumræðuna. 
 
Þetta kom fram í frétt Global Meat News á dögunum. Þar er sagt að með þessu sé hugmyndin að láta meinta mengunarvalda borga sérstakan mengunarskatt samhliða kjötverðinu. Þannig er ætlunin að neyða borgarana með pólitískri hækkun kjötverðs til að draga úr eftirspurn eftir dýraafurðum. Ekki kemur fram hvert þetta gjald á að renna.  
 
Er gjaldið sagt miðað við þann kostnað sem hlýst af meintri losun dýraeldis, landnotkun og dýrasjúkdómum. TAPP Coalition hefur lagt til að fyrir 2030 hafi verð á nauta- og kálfakjöti hækkað um 47 evru-cent á hvert gramm, svínakjöt um 36 evru-cent og kjúklingakjöt um 17 evru-cent á hver 100 grömm. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...