Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kílóverð á ýmsum kjöt- og fisktegundum í Krónunni á Granda, mið. 30. ágúst 2017.
Kílóverð á ýmsum kjöt- og fisktegundum í Krónunni á Granda, mið. 30. ágúst 2017.
Mynd / TB
Fréttir 31. ágúst 2017

Hvað kostar að kaupa í matinn?

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Töluverð umræða hefur spunnist á Facebook í hópnum "Matartips" um lambakjöt og verðlagsmál núna þegar sauðfjárbændur sjá fram á stórfellda verðlækkun til sín. Rúmlega 22 þúsund manns eru í hópnum sem skiptist á skoðunum um allt sem viðkemur mat og matargerð.

Dagbjartur Dagbjartsson bóndi hóf umræðuþráð á Matartips-síðunni þar sem hann óskaði eftir viðhorfum neytenda til lambakjötsins og spurði meðal annars hvort að varan væri of dýr. Sitt sýnist hverjum en margir kvarta undan stórum pakkningum og óhentugum skammtastærðum. Sumir segjast velja annað kjöt vegna þess að lambið sé of dýrt.

Fulltrúi Bændablaðsins fór í Krónuna og skoðaði verðmiðana á íslensku ófrosnu kjöti og fiski. Breytileikinn er töluverður enda er um ólíkar vörur að ræða sem kostar mismunandi mikið að framleiða. Hér er matnum raðað eftir kílóverði:

Grísahakk: 899 kr.
Hrossagúllas: 998 kr.
Lambahakk: 1.199 kr.
Lambalæri, þítt: 1.499 kr.
Kindasirlon, úrbeinað: 1.499 kr.
Lambaskankar: 1.599 kr.
Nautgripahakk: 1.629 kr.
Grísagúllas: 1.699 kr.
Grísasnitsel: 1.699 kr.
Krónu kjúklingabringur, ferskar: 1.799 kr.
Ýsa í raspi: 1.799 kr.
Ýsuflök, roðlaus og beinlaus: 1.945 kr.
Kindainnlæri, þítt: 1.999 kr.
Ýsuflök, reykt: 2.073 kr.
Krónu kjúklingafille: 2.199 kr.
Holta kjúklingalæri, úrbeinuð: 2.298 kr.
Lambahryggur, þíddur: 2.299 kr.
Lambalærissteikur í sneiðum: 2.299 kr.
Holta kjúklingalundir: 2.499 kr.
Ali kjúklingalæri, úrbeinuð: 2.699 kr.
Ungnautagúllas: 2.699 kr.
Laxaflök, beinhreinsuð: 2.799 kr.
Lambainnralæri, þítt: 3.749 kr.
Nauta mínútusteik: 3.999 kr.

Ýsuflakið er 30% dýrara en lambalærið
Þegar verð er borið saman sést að ódýrasti kosturinn er grísahakk en þar á eftir kemur hrossagúllas. Lambahakkið er það þriðja ódýrasta og í fjórða sæti er uppþítt lambalæri á beini sem kostar 1.499 krónur kílóið. Nautamínútusteik er hins vegar dýrust af þeim tegundum sem Bændablaðið skoðaði en kílóverðið á henni er 3.999 krónur. Íslenskt nautgripahakk kostar 1.629 kr./kg. Ýsan, sem áður var einn ódýrasti matur sem landsmenn gátu keypt, er um miðbik listans. Kílóverð á ýsuflökum er 1.954 krónur sem er rétt um 30% hærra verð en á uppþídda lambalærinu. Kílóverð á kjúklingi er breytilegt eftir bitum en verð á bringum um þessar mundir í Krónunni er 1.799 kr./kg. Sama verð var á grísagúllasi og grísasnitseli, 1.699 kr./kg


Lambahryggur af stærri gerðinni (3,5 kg) kostar sitt, samtals 7.968 kr. En kílóverðið er 2.299 kr. Margir veigra sér við að kaupa slíkt magn af kjöti.


Smellið á myndina til að stækka.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...