Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann
var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan. Veggir veitingastaðarins eru þaktir nöfnum japanskra súmó-glímukappa.
Fréttir 7. júní 2018

Fyrsti Icelandic Lamb-skjöldurinn settur upp á veitingastað utan Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Markaðsstofan Icelandic lamb hefur undanfarin misseri unnið að markaðssetningu á íslensku lambakjöti í Japan í samvinnu við kjötútflytjendur og japanska fyrirtækið Global Vision.

Fyrirtækið flytur inn ýmsar sérvörur til Japans frá Evrópu og Norður-Ameríku og selur til veitingastaða, svæðisbundinna dreifingaraðila og sérverslana. Nú þegar er íslenskt lambakjöt komið á
matseðla um 100 veitingastaða og fæst auk þess í nokkrum völdum verslunum.

Helsta verkefni markaðsstofunnar Icelandic Lamb snýr að því að kynna íslenskt lambakjöt og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum á Íslandi. Þegar hefur verið komið á samstarfin við um 120 veitingastaði sem setja lambakjöt í öndvegi og um 40 aðra aðila í framleiðslu, hönnun og nýsköpun. Að auki vinnur markaðsstofan að sérstökum útflutningsverkefnum.

Fyrsti formlegi samstarfsveitingastaðurinn utan Íslands

Á dögunum var skrifað undir fyrsta formlega samstarfssamning Icelandic Lamb við veitingastað utan Íslands. Samningurinn er við veitingastaðinn Yuki Daruma í Tókíó. Nafnið þýðir snjókarl en eigandi hans er fyrrum frægur súmó-glímukappi. Staðurinn er einn af vinsælustu stöðum Tókíóborgar sem bjóða upp á mongólskt grill. Staðurinn er sérstaklega þekktur fyrir það að veggirnir eru þaktir eiginhandaráritunum frægra íþróttamanna og leikara.


Guðlaugur Þór setti upp skjöld

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, setti upp fyrsta Icelandic lamb-skjöldinn á Yuki Daruma, en hann var nýverið í opinberri heimsókn í Japan.

Fimmtán aðrir veitingastaðir hafa þegar óskað eftir að gera sambærilegan samstarfssamning og skuldbinda sig um leið til að bjóða eingöngu upp á íslenskt lambakjöt og hafa það ávallt á matseðli. Að auki verða fljótlega opnaðir þrír grillstaðir til viðbótar sem ekki munu bjóða upp á neitt annað en íslenskt lambakjöt.

Skylt efni: Japan | Lambakjöt í Japan

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...