Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Tölvumynd af framtíðarleikvangi knattspyrnufélagsins Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud.
Mynd / Zaha Hadid Architects
Fréttir 3. febrúar 2017

Fyrsti fótboltaleikvangur heims sem unninn er úr nytjum skógarins

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir
Arkitektastofan Zaha Hadid Architects bar sigur úr býtum í samkeppni um nýjan fótboltaleikvang Forest Green Rovers FC í enska bænum Stroud. Það er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann verður unninn úr nytjum skógarins og hefur byggingin þar af leiðandi lágt kolefnisspor og mun fullbyggður kallast sjálfbær leikvangur úr tré. 
 
Zaha Hadid Architects eru meðal annars þekkt fyrir að vinna með lífræn form þegar þeir hanna nýjar byggingar. Því fannst þeim tilvalið að vinna með tré sem aðalhráefni fyrir fótboltafélagið sem hefur í lengri tíma gert út á sjálfbærni meðal annars með því að bjóða upp á grænmetisfæði fyrir leikmenn sína og áhangendur. 
 
Tré er áhugavert byggingarefni að mati arkitektastofunnar, vegna lágs koltvísýringsspors þess, því um þrír fjórðu hlutar af kolefnislosun leikvangsins kemur frá byggingarefni hans. Að kröfu forsvarsmanna Forest Green Rovers FC verður efniviðurinn í leikvanginum að koma frá viðurkenndu sjálfbæru skógarlandsvæði. Arkitektastofan hefur einnig valið tré vegna þess hversu slitsterkt efni það er og fagurt. Hér verður einnig unnið út frá því að áhorfendastæði og gólf verði úr tré sem er vanalega smíðað úr steypu eða stáli. 
 
Leikvangurinn, sem mun rúma 5 þúsund áhorfendur, verður kolefnishlutlaus fyrir um 40 hektara stórt svæði í kring sem mun hýsa vistfræðilegan skemmtigarð. Svæðið á að þjóna gestum sínum sem íþrótta- og tómstundagarður sem leggur áherslu á græna tækni og sjálfbærni. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...