Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Solis á Íslandi, ásamt Amit Adya, vélaverkfræðingi og fulltrúa Solis á Indlandi, og Jóni Vali Jónssyni, sem er eigandi að fyrirtækinu ásamt Ingvari tengdasyni sínum.
Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Solis á Íslandi, ásamt Amit Adya, vélaverkfræðingi og fulltrúa Solis á Indlandi, og Jóni Vali Jónssyni, sem er eigandi að fyrirtækinu ásamt Ingvari tengdasyni sínum.
Fréttir 22. febrúar 2017

Einfaldleikinn og lágt verð er lykillinn að góðum árangri

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Solis er nýlegt nafn í íslenskum dráttarvélaheimi, en þar er um að ræða dráttarvélar sem framleiddar eru á Indlandi. Virðast þær vera að vekja lukku hér á landi sökum lágs verðs og einfaldleika. 
 
Fyrirtækið Solis á Íslandi hóf innflutning á þessari tegund í maí 2016. Bændablaðinu lék forvitni á að vita hvernig mönnum hafi tekist að fóta sig í harðri samkeppni á markaðnum.  
 
Við opnunina í maí kom Amit Adya vélaverkfræðingur sem fulltrúi Solis til landsins. Markmið hans var að gera úttekt á nýja umboðsfyrirtækinu og sjá til þess að það stæðist kröfur Solis. Amit varði fimm dögum á Íslandi og tók m.a út nýjan sýningarsal Solis sem er staðsettur í Súðarvogi 6. Var hann afar hrifinn af því sem hann sá, að sögn Ingvars Sigurðssonar framkvæmdastjóra.  
 
Viðtökur framar vonum
 
Ingvar segir að viðtökurnar hafi síðan verið framar vonum. 
„Við erum komnir með 5% markaðshlutdeild. Fyrstu vélarnar fóru frá okkur til nýrra eigenda í ágúst og 8 vélar voru seldar á síðasta ári.
 
Stærsta fáanlega vélin frá Solis á Evrópumarkaði sem stendur er 90 hestöfl. Af þessum átta vélum sem við höfum selt eru fimm með 90 hestafla mótor og eru þær nú uppseldar hjá okkur. Hinar vélarnar eru minni, en minnsta vélin frá Solis sem við höfum tekið til landsins er aðeins 26 hestöfl, en hægt er að fá enn minni vél.“
 
Ingvar segir að þar sé um að ræða vélar sem jafnist á við svokallaða liðléttinga. Hins vegar séu þær með aflúrtaki og öðru líkt og stærri vélarnar. 
 
„Þá erum við með margvíslega fylgihluti fyrir þessar litlu dráttarvélar, eins og snjótennur, sláttuvélar, tætara og meira að segja kartöfluupptökuvélar.“
 
Solis framleiðir hefðbundnar dráttarvélar í nokkrum stærðum, en einnig smávélar sem henta m.a. vel sveitarfélögum við gangstígahreinsun og slátt. 
 
Solis vélar seldar í yfir 80 löndum
 
Solis dráttarvélarnar hafa verið fáanlegar í Evrópu frá 2012. Töluvert hefur selst af þeim í Evrópu. Þá eru þær mikið seldar í Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku en þær hafa selst við góðan orðstír í yfir 80 löndum. 
 
Solis er einn af þremur stærstu dráttarvélaframleiðendunum í Indlandi. Þeir framleiða og selja í kringum 90.000 vélar á ári. 
 
Sérstaðan fólgin í einfaldleikanum og lágu verði
 
Velgengni indverska risans er fólgin í einfaldleika og verði vélanna. Við sölu á Solis hér á landi verða lagðar sömu áherslur. 
 
„Markmiðið er að vera alltaf með lægsta verðið miðað við sambærilegar vélar frá öðrum framleiðendum,“ segir Ingvar. Hann segist óhikað geta fullyrt að Solis á Íslandi bjóði lægsta verðið og muni þar að minnsta kosti milljón á 90 hestafla Solis vél og sambærilegum vélum frá helstu samkeppnisaðilum. Hann segir þó ekki sanngjarnt að bera Solis saman við dýrustu dráttarvélamerkin sem eru allt öðruvísi útbúnar og mjög tæknivæddar. 
 
Standast evrópska staðla
 
Vélarnar sem eru í boði á Evrópumarkaði eru framleiddar eftir evrópskum stöðlum og standast alla mengunarstaðla álfunnar. Vélarnar eru í boði með eða án húsa.
 
Menn eru hrifnir af einfaldleikanum 
 
Ingvar segir að þeir sem skoðað hafa Solis, prófað og keypt séu mjög hrifnir af einfaldleikanum. Það er sama reynsla og lesa má um m.a. í viðtölum við írska og enska bændur. 
 
„Þarna eru menn að mestu lausir við allan hátæknitölvubúnað og geta í flestum tilfellum gert við sínar vélar sjálfir. Þeir þurfa ekki að byrja á því að hringja í vélaverkfræðing til að lesa á tölvur ef eitthvað bilar. Allt hefur þetta þó sína kosti og galla.
 
Ingvar segir að verktaki á Suðurlandi hafi fengið lánaða vél hjá þeim í fyrrasumar til að slá 30 hektara sem hann gerði á tveim dögum. Hann hafi sérstaklega getið þess að verki loknu hversu olíueyðslan hafi verið lítil. Var hann að nota sömu sláttuvél og hann var vanur að nota á mun öflugri 150 hestafla dráttarvél. 
 
− Hvað með framhaldið?
„Það eru sex nýjar vélar að koma til landsins nú í febrúar. Við höldum því ótrauðir áfram,“ segir Ingvar Sigurðsson.
 
Solis dráttarvélar á landbúnaðartækjasýningu í Hanover í Þýskalandi. 
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...