Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dettifoss.
Dettifoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. apríl 2018

Efst á blaði að ljúka Dettifossvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Dettifossvegur fékk mest fylgi á fundi sveitarstjórnarmanna norðan heiða um samgönguáætlun ríkisins sem haldinn var nýverið á Akureyri. Á fundinum lögðu sveitarfélögin fram sínar hug­myndir um framtíðar­upp­byggingu í samgöngum í kjördæmi­nu og var Dettifoss­vegur þar efstur á blaði.
 
Fram kemur í nýlegum pistli Þorsteins Gunnarssonar, sveitarstjóra í Skútustaðahreppi, að heimamenn þar hafi lagt áherslu á gerð göngu- og hjólreiðastígs umhverfis Mývatn, að lokið verði við að leggja bundið slitlag á Kísilveg, að vegur frá þjóðvegi 1 að Hverfjalli verði lagfærður og að vetrarþjónusta verði stórbætt. 
 
Leggja til tilfærslu á þjóðvegi 1
 
Þá lögðu Mývetningar áherslu á að þjóðvegur 1 verði færður af bökkum Mývatns og lagður sunnan Skútustaða og komi þaðan nálægt núverandi legu við Garð, fari þaðan beina leið austur á milli Lútents og Hvannfells og síðan austur yfir Búrfellshraun og tengist núverandi vegi við Skeiðflöt. Með þessu móti styttist leiðin milli Akureyrar og Egilsstaða og einn fjallvegur, Námaskarð, verði aflagður, þá verði ekki heldur lengur ekið með alls konar vafasaman flutning á bökkum/vatnasviði Mývatns, eins og bensín og olíur. 

Skylt efni: Dettifoss | Dettifossvegur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...