Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aukin dýravelferð er forgangsmál
Fréttir 8. september 2016

Aukin dýravelferð er forgangsmál

Bændasamtök Íslands (BÍ) lýsa yfir stuðningi við tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um nýtt ákvæði í búvörulögum sem kveður á um að fella niður opinberan stuðning við bændur sem sakfelldir eru fyrir brot á lögum um velferð dýra.

Í tilkynningu frá BÍ kemur fram að aukin velferð dýra í íslenskum landbúnaði sé eitt af forgangsmálum Bændasamtakanna. Þau vilja þó minna á að sem betur fer heyra gróf brot til algjörra undantekninga.

„Bændasamtökin hafa unnið með stjórnvöldum að innleiðingu nýrra og framsækinna laga og reglugerða um dýravelferð sem bæta aðbúnað enn frekar. Tillögur atvinnuveganefndar um niðurfellingu opinbers stuðnings vegna brota á þessum lögum ríma því vel við áherslur stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands.

Það er afstaða samtakanna að ekki eigi á nokkurn hátt að ýta undir illa meðferð á dýrum. Þau fagna allri umræðu og aðgerðum sem stuðla að aukinni dýravelferð, segir í tilkynningunni.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...