Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þessi mynd af héluðum grösum var tekin 7. júní í Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði.
Þessi mynd af héluðum grösum var tekin 7. júní í Hrafnagilshverfinu í Eyjafirði.
Mynd / Jóhann Ólafur Halldórsson
Fréttir 14. júní 2019

Allur vöxtur í gróðri stöðvaðist

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta kostar okkur einkum og sér í lagi mikla vinnu, meira umstang og eftirlit og er almennt bara til ama og leiðinda,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands og sauð­fjárbóndi í Svartárkoti, um þráláta kuldatíð á norðan- og austan­verðu landinu. 
 
Guðrún S. Tryggvadóttir.
Það fór að kólna hressilega í kringum 20. maí síðastliðinn en um nýliðna hvítasunnuhelgi má segja að hægt hafi farið hlýnandi. Í það minnsta sást aðeins til sólar og hitastig hækkaði örlítið frá því sem var. Í þessari viku gerðu veðurfræðingar svo ráð fyrir verulegum umskiptum í veðri norðanlands.
 
Á sunnanverðu landinu hefur langvarandi sólskin og þurrkar hins vegar angrað bændur. Hefur grasspretta því verið mjög lítil á Suðvestur- og Vesturlandi. 
 
 
Féð hýst yfir nætur
 
Guðrún segir að vissulega geti íslenskir bændur alltaf átt von á að tíð síðla vors og í byrjun sumars sé ekki eins og best verði á kosið og eru viðbúnir því.  Svartárkot er í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli og töluvert kalt hefur verið þar, einkum að næturlagi. „Við höfum hleypt fé út yfir daginn en hýst yfir nætur, það er of kalt á þeim tíma til að hafa fé úti við,“ segir hún. 
 
Guðrún segir að allur vöxtur hafi stöðvast í kuldatíðinni og þá nefnir hún að á leið sinni yfir Víkurskarð á dögunum hafi allar berjabrekkur þar um slóðir verið brúnar. „Það verður ekki til að bæta það ef engin ber sjást síðsumars,“ segir hún. 
 
Erfitt fyrir menn og skepnur
 
Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og sauðfjárbóndi í Straumi í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, segir ástandið langt í frá gott, langvarandi kuldakafli sem staðið hafi yfir í meira en þrjár vikur hafi til að mynda stoppað allan gróður. 
 
Guðfinna Harpa Árnadóttir.
„Það hefur verið kalt hér fyrir austan og oft blautt þannig að ekki hefur í neinum mæli verið hægt að setja fé út og það er auðvitað ekki gott þegar komið er fram á sumarið að hafa fé á gjöf inni. Það er erfitt fyrir allt, skepnur og menn,“ segir hún. Í þeim tilvikum þar sem fé er hleypt út í það veður sem í boði er megi búast við að lömb hangi í mæðrum sínum og sjúgi mikið sem aftur getur leitt til júgúrbólgu.
 
Gæti seinkað slætti
 
Guðfinna tekur undir með Guðrúnu varðandi það að vinnan verði umtalsvert meiri þegar tíð er slæm og umstangið mun meira en á góðviðrisdögum. Hún nefnir að gróður hafi verið kominn vel af stað í apríl en veðrið lék við Austfirðinga þann mánuð og ágætis hitakafli fyrri hluta maímánaðar einnig. „Það var allt komið vel af stað og útlitið gott þegar kuldakaflinn hófst upp úr miðjum mánuði. Hann hefur staðið býsna lengi, en við þessu má alltaf búast hér á Íslandi og ekki lengra síðan en 2015 þegar síðast var hér mjög kalt að sumarlagi,“ segir Guðfinna.
 
Þær Guðrún og Guðfinna segja óvíst hvort kuldakaflinn hafi áhrif á slátt í sumar, það fari alveg eftir því hvernig veður verði næstu daga. Guðfinna segir ekki ólíklegt að slætti seinki um 10 daga og upp í hálfan mánuð frá því sem vant er. „Það er reyndar alltof snemmt að segja fyrir um hvernig mál fara, við verðum bara að bíða og sjá.“ 

Skylt efni: kuldatíð | tíðarfar

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...