Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Formenn norrænna bændasamtaka á fundi í Noregi 2015. Markmið þeirra allra er að vinna fyrir sína félagsmenn og fylkja bændum um sín samtök.
Mynd / TB
Fréttir 3. febrúar 2017

Aðild eykst að landbúnaðarsamtökum

Höfundur: Erla H. Gunnarsdóttir / Bondebladet
Á sama tíma og bændum fækkar í Noregi eykst tala meðlima í norsku bændasamtökunum.
Meðlimafjöldinn hefur ekki verið jafn mikill í 20 ár en alls eru 63 þúsund manns í Norges bondelag. 
 
Þetta þakkar formaður samtakanna, Lars Petter Bartnes, fyrir í norska bændablaðinu og minnir á að rödd samtakanna sé mikilvæg fyrir meðlimi hennar, sérstaklega á þeim tímum þar sem stjórnvöld og bændur vinna ekki alveg í takt. Á meðan stjórnvöld vinna að stærri og færri búum berjast samtökin fyrir því að hinar dreifðu byggðir fái að halda sér með þeim fjölbreytta landbúnaði sem þar er stundaður. 
 
Í Danmörku eykst einnig fjöldi félagsmanna í samtökunum „Danish Farmers Abroad“ eða danskir bændur erlendis. Þar eru skráðir Danir sem eiga fyrirtæki í landbúnaði eða starfa í greininni á erlendri grund. Fyrir fimm árum voru 79 meðlimir í samtökunum en nú eru þeir orðnir 181. Þannig eru 78 af meðlimunum fyrirtæki í landbúnaði en hinir einstaklingar og meðlimir annarra fyrirtækja sem tengjast landbúnaði.
Fyrirtækin samanstanda af 6.500 eigendum og hluthöfum í 40 löndum en flestir eru með starfsemi í Austur-Evrópu. Samtökin fá þó stöðugt inn nýja félagsmenn sem eru áhugasamir um starfsemi í landbúnaði á öðrum svæðum en í Austur-Evrópu.
 

Skylt efni: norræn bændasamtök

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...