Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning
Mynd / BBL
Fréttir 19. janúar 2018

371 sauðfjárbú fær svæðisbundinn stuðning

Matvælastofnun tilkynnti í dag að sauðfjárbændur, sem voru rétthafar svæðisbundins stuðnings árið 2017, hafi fengið greidda viðbótargreiðslu vegna svæðisbundins stuðnings. Það er í samræmi við ákvörðun stjórnvalda um stuðning við sauðfjárbændur.

Um er að ræða annan hluta aðgerða stjórnvalda af tveimur í samræmi við bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 1183/2017 um stuðning við sauðfjárrækt.

Til þessa verkefnisins er varið 150 milljónum króna samkvæmt fjáraukalögum 2017.

Greiðsla til hvers sauðfjárbús sem uppfyllir skilyrði fyrir greiðslu svæðisbundins stuðnings er 402.684 kr. og til bænda í Árneshreppi, Strandahreppi, er 503.355 kr. (25% álag).

Alls nutu 371 sauðfjárbú þessa stuðnings.

Matvælastofnun stefnir að því í næstu viku að greiða síðari hluta þessa stuðnings stjórnvalda að upphæð 400 milljónir kr. sem snýr að greiðslu fyrir innlagt dilkakjöt á framleiðsluárinu 2017 til að draga úr kjaraskerðingu sauðfjárbænda.

/mast.is greindi frá

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...