Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Mynd / Heimild Hagstofa Íslands
Fréttir 20. október 2022

Framlög til landbúnaðar ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á meðan ríkisstjórnin stefnir á að efla landbúnað, fjölga stoðum hans, treysta þannig fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum ætlar hún að lækka fjárframlag í málaflokkinn.

Í fjárlögum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðar og stoðþjónustu.

„Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Til þess að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi að leiðarljósi þarf landbúnaður að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands.

Framlag ríkisins til landbúnaðar hefur lækkað verulega frá aldamótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og framleiðsla matvæla aukist. Þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um tæpan þriðjung að raunvirði (sjá nánar á bls. 18). Þá hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá aldamótum.

Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir tiltekin verkefni á þessu kjörtímabili.

Í umsögn leggja þau til föst árleg framlög til plöntukynbóta, fjárlög til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu, framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til að bæta áföll í landbúnaði.

„Tryggja þarf land og landsvæði í landbúnaðarnotkun og viðhalda framleiðsluvilja bænda með eðlilegu starfsumhverfi,“ segir jafnframt í umsögninni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...