Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hefur lækkað um helming frá aldamótum.
Mynd / Heimild Hagstofa Íslands
Fréttir 20. október 2022

Framlög til landbúnaðar ekki í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á meðan ríkisstjórnin stefnir á að efla landbúnað, fjölga stoðum hans, treysta þannig fæðuöryggi og mæta skuldbindingum í loftslagsmálum ætlar hún að lækka fjárframlag í málaflokkinn.

Í fjárlögum fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir yfir 700 milljóna króna raunlækkun fjárframlaga til landbúnaðar og stoðþjónustu.

„Markmið ríkisstjórnarinnar snúa að eflingu innlendrar landbúnaðarframleiðslu með fæðuöryggi að leiðarljósi en við sjáum ekki hvernig fjárlögin endurspegla það. Þau standa bara í stað varðandi búvörusamningana en aðrir liðir eru að lækka frekar en hitt,“ segir Hilmar Vilberg Gylfason, lögfræðingur Bændasamtaka Íslands.

Til þess að stuðla að sjálfbærari landbúnaði á Íslandi með fæðu- og matvælaöryggi að leiðarljósi þarf landbúnaður að fá meira pláss í fjárlögum en frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra leggur til, samkvæmt umsögn Bændasamtaka Íslands.

Framlag ríkisins til landbúnaðar hefur lækkað verulega frá aldamótum á sama tíma og Íslendingum hefur fjölgað og framleiðsla matvæla aukist. Þróun á ríkisstuðningi í samanburði við þróun á framleiðslumagni og eftirspurn sýnir að fjárframlag ríkisins hefur lækkað um tæpan þriðjung að raunvirði (sjá nánar á bls. 18). Þá hefur framlag ríkisins til landbúnaðar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu lækkað um helming frá aldamótum.

Bændasamtökin benda á að til að efla landbúnað þurfi ríkisstjórnin að gera ráð fyrir frekari fjárframlögum fyrir tiltekin verkefni á þessu kjörtímabili.

Í umsögn leggja þau til föst árleg framlög til plöntukynbóta, fjárlög til innviðauppbyggingar tengda kornrækt annars vegar og áburðarframleiðslu hins vegar, framlög til útrýmingar riðu í íslensku sauðfé með innleiðingu á ARR-arfgeninu, framlög til rannsókna vegna nýrrar nálgunar við afsetningu lífræns úrgangs og framlög til Bjargráðasjóðs/ Náttúruhamfaratrygginga Íslands til að bæta áföll í landbúnaði.

„Tryggja þarf land og landsvæði í landbúnaðarnotkun og viðhalda framleiðsluvilja bænda með eðlilegu starfsumhverfi,“ segir jafnframt í umsögninni.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...