Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á unda.  Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif.  Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi.
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á unda. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 28. febrúar 2020

Útflutningur á kindakjöti dróst saman um 19% á síðasta ári

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda - unnsteinn@bondi.is
Heildarútflutningur á kindakjöti árið 2019 var 2.866 tonn sem er 19% samdráttur frá árinu áður þegar salan var 3.524 tonn.  Heildarverðmæti útflutnings var 1.907 milljónir en var árið 2018 2.231 milljón. Reiknað einingaverð útflutnings 2019 er 665 kr/kg, hækkar milli ára um 5%, var árið 2018 633 kr/kg.
 
Útflutningur á fersku kindakjöti árið 2019 var aðeins 61 tonn samanborið við 323 tonn árið áður. Munar hér mestu um að Whole Foods-verslunarkeðjan í Bandaríkjunum hættu innflutningi á íslensku lambakjöti á síðastliðnu ári.
 
Heildarútflutningur af frosnu kindakjöti árið 2019 var 2.805 tonn. Dregst saman um 400 tonn frá árinu áður. Á sama tíma eykst heildarútflutningsverðmæti á frosnu kindakjöti úr 1.820 milljónum árið 2018 í 1.847 milljónir árið 2019.  Einingarverð á frosnu kindakjöti hækkar þannig um 16% milli ára, fer úr 569 kr/kg árið 2018 í 659 kr/kg árið 2019. Frosið kindakjöt er 98% af öllum útflutningi árið 2019.
 
 
Útflutningur á frosnu lambakjöti 49 prósent af heildinni
 
Útflutningi á frosnu kindakjöti má skipta í þrjá meginflokka.  Lambakjöt, sem telur um 1.399 tonn (49% af heildar útflutningi), kjöt af fullorðnu sem telur um 720 tonn (25%) og annað fryst kindakjöt með beini og annað fryst úrbeinað lamba- og kindakjöt, sem telur 686 tonn (24%). Í síðasta flokknum er fyrst og fremst um að ræða slög. 
 
 
Reiknað einingaverð á frosnu lambakjöti hækkar um 16,3% milli ára, fer úr 669 kr/kg árið 2018 í 779 kr/kg árið 2019.
 
Árið 2019 voru flutt út 428 tonn af lambakjöti í heilum og hálfum skrokkum fyrir um 318 milljónir. Reiknað meðalverð ársins er 745 kr/kg, það er 55% hækkun milli ára þar sem einingaverð ársins 2018 var 481 kr/kg.  
 
Þróun á útflutningsverði á frosnu dilkakjöti í heilum og hálfum skrokkum. Verð í hverjum mánuði reiknað út frá samanlögðu magni og verðmæti 3 mánaða.
 
Afkoma af útflutningi kindakjöts árið 2019 er talsvert betri en hann var árið á undan. Kemur þar bæði til að verðþróun á mörkuðum er hagstæð sem og gengisáhrif. Þá er ljóst að samhliða minni framleiðslu dregur úr útflutningi. Eftir standa þeir markaðir sem greiða besta verðið.  Sú þróun skýrir að hluta til þann viðsnúning sem greinilega er orðinn í útflutningi. Þróun erlendra markaða benda til þess að það verði áfram hækkun á heimsmarkaði á þessu ári. En hins vegar eru nokkuð stórir óvissuþættir sem geta haft veruleg áhrif á endanlega niðurstöðu. Má þar m.a. nefna þróun á kjötmörkuðum í Kína og áhrif af útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
 
(Tölulegar upplýsingar eru upprunar í útflutningsskýrslum Hagstofu Íslands)
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...