Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mitsubishi Eclipse Cross Intense.
Mitsubishi Eclipse Cross Intense.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 7. janúar 2022

Nýr Mitsubishi Eclipse Cross

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Laugardaginn 4. desember kynnti Hekla h/f við Laugaveg nýjan Mitsubishi Eclipse Cross, rafmagns/bensínbíl sem er aðeins minni og styttri en Mitsubishi Outlander sem hér í þessum prófunarpistlum var tvisvar kosinn bíll ársins.

Eftir kynninguna fékk ég eina útgáfuna af þremur Mitsubishi Eclipse Cross til prufu.

Gafst upp vegna veðurs í miðjum prufuakstri

Veðrið á laugardeginum var eins fallegt og hugsast getur á desemberdegi og keyrði ég bílinn aðeins innanbæjar og lofaði aksturinn góðu. Daginn eftir var veðrið eins vont og hugsast gat til prufuaksturs, yfir 20 metra vindur, rigning og ef farnir voru fáfarnir vegir var hálkan þar of mikil fyrir ónegld vetrardekkin sem undir bílnum var.
Eftir rúman 90 km akstur varð ég að játa mig sigraðan, veðrið var einfaldlega ekki með mér þennan dag, náði ekki að prófa eyðsluna í langkeyrslu og ekki á holóttum malarvegi.

Þrátt fyrir vont veður náði ég að taka hávaðamælingu, en því miður var ég búinn með rafmagnið fyrir mælinguna og því eingöngu hægt að mæla bílinn á 90 km hraða
á bensínmótornum sem mældist vera 67,3db.

Á rafmagninu byrjaði ég sem var fljótt að klárast.

Kraftmikil vél, en fljótur að klára rafmagnið

Mitsubishi Eclipse Cross eru boðnir í þremur mismunandi útgáfum, Invite, Intense og Instyle. Verðið er frá 5.490.000 upp í 6.290.000, en eftir næstu áramót munu þessir bílar hækka um yfir 900.000 vegna breytinga á virðisauka.

Allir bílarnir eru með sama vélbúnaðinn, bensínvél og rafmagn sem skilar 204 hestöflum, eingöngu er sjálfskipting í boði.

Uppgefin bensíneyðsla er 1,7 lítrar á hundraðið miðað við bestu aðstæður og fullhlaðna rafhlöðu fyrstu 100 km.

Það tók mig ekki langa stund að klára endanlega drægnina í rafmagninu. Þegar ég fékk bílinn eftir að einhverjir viðskiptavinir Heklu höfðu prófað bílinn yfir daginn var uppgefin drægni á rafmagninu 11 km, en uppgefin hámarksdrægni á rafmagninu einu er 45 km við bestu aðstæður. Því fór nánast allur aksturinn fram á bensínmótornum.
Eins og áður sagði var ekki boðlegt veður til að fara út fyrir bæinn og því fór allur aksturinn fram innanbæjar, en í lokin sagði aksturstölvan að ég hefði verið að eyða 11,6 lítrum á hundraðið í rokinu og vatnsveðrinu sunnudaginn 5. desember.

Lofar góðu þrátt fyrir vont veður í prufuakstrinum

Að keyra bílinn er fínt, kraftur góður og snerpan í bílnum mjög góð (næstum of góð því ég stóð mig nokkrum sinnum að því að vera kominn á ólöglegan hraða eftir start eða beygju).

Bíllinn var fljótur að hitna að innan og ef sætishitarinn er settur á hærri styrkinn er hann innan við mínútu að hita sætið of mikið fyrir minn smekk.

Sætin eru góð og gott að ná til allra stjórntækja. Hægt er að velja á milli fimm mismunandi stillinga til að keyra bílinn í, Tarmac, Gravel, Snow, Normal og Eco. Mér fannst skemmtilegasta snerpan í bílnum þegar stillt var á Tarmac, en rafmagnsmótorinn hélst lengst á ef stillt var á Normal eða Eco.

Eins og í flestum rafmagns/bensínbílum er ekkert varadekk í bílnum, en það er þó rafmagnspumpa, felgulykill og tjakkur í þessum bíl.
Ekki var hægt að prófa hvernig hann var á malarvegi vegna veðurs og klaka, en fjöðrunin er ágæt sé tekið mið af fjölmörgum hraðahindrunum á götum Reykjavíkur.

Í vali eru fimm mismunandi akstursstillingar.

Breyting á virðisaukaskatti væntanleg

Lokaorðin frá mér er að þetta sé ágætis bíll, hefði þó viljað prófa hann betur.

Eins og áður sagði þá er væntanleg hækkun á virðisaukaskatti á hybrid bílum, en Hekla á nokkra bíla sem eru tilbúnir til afgreiðslu strax og fást þá á rúmlega 900.000 lægra verði en þeir verða á eftir áramót.

Annars var ég sáttur við bílinn í alla staði fyrir utan að mér finnst nauðsynlegt að vera með varadekk, verðið er gott, bíllinn kraftmikill og þægilegur í akstri.

Þurfti ekki að hugsa um afturljósin, þau voru alltaf kveikt.

Helstu mál og upplýsingar:

Lengd 4.545 mm
Hæð 1.685 mm
Breidd 1.805 mm

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...